Stefnir - 01.06.1955, Page 11

Stefnir - 01.06.1955, Page 11
MANNERFÐIR 9 Hver litningaþráður er nefnilega- eins og járnbrautarlest með ótal mismun- andi vögnum. Þar situr margt fólk innanborðs, hvert síns sinnis, mismun- andi sterkt og getur beitt áhrifum sín- um í ákveðna átt. Þræðir þessir samanstanda af þús- undum örsmárra erföastofna eða „gena“, sem hafa ákveðið sæti á þræðinum og eru að eðli sínu ólík öll- um öðrum genum hans. Þessi sérstaka gerð hvers erfðastofns kemur bezt fram í því, að hver og einn hefur ákveðnu hlutverki að gegna í myndun hins flókna lífræna kerfis, sem hver einstaklingur er gerður úr. Þannig veldur eitt gen því að einstaklingurinn er brúneygur og annað því, að hann er rauðhærður. Það er auðvelt að skilja fjölbreytni genanna og verkana þeirra, þegar at- hugað er að litningarnir eru myndaðir úr mjög flóknum eggjahvítusambönd- um, er innihalda kjarnasýru. Af efna- samböndum þessum er til geysileg mergð með mismunandi eiginleikum. Geta þau t.d. verkað sem gerhvatar á efnabreytingar, sameinazt öðrum efn- um auðveldlega í myndun nýrra efna- sambanda og stjórnað uppbyggingu flókinna efna úr einföldum o.m.fl. Er því ekkert undarlegt, að hvert gen hafi ákveðna verkan ólíka öllum öðr- um, ess var áður getið, að genin hefðu ákveðið sæti á litningaþræðinum en í hverri líkamsfrumu væru sam- stæðir litningar hvor frá sínu foreldri. Til ákveðins erfðastofns frá .föðurnum stmrar því annar frá móðurinni og eru þeir kallaðir saiiistæð gen (allel). Þurfa þessi gen ekki alltaf að vera nákvæmlega eins i eðli sínu. En sá smávægilegi mismunur, sem getur ver- ið á samstæðum genum veldur hins- vegar hinum miklu tilbrigðum í erfð- um lífveranna. Afbrigðið eða afbrigðin frá hinu eðlilega geni hafa orðið til við stökkbreytingar, sumar æva gaml- ar, en ekki áunna hæfileika. Þar sem hver líkamsella hefur tvö pör litninga (er tvílitna) og hefur þannig tvö samstæð gen, geta þau ým- ist verið sama eðlis, arfhrein, eða misjöfn að eðli, arfblendin. Séu sam- stæð gen misjöfn að eðli, er tíðast að annaÖ, hið eiginlega gen nái yfirhönd- inni í myndun eiginleikans. Er það þá kallað ríkjandi (merkt með upphafs- staf) en hitt víkjandi (merkt með litlum staf). Þannig getur bið eiginlega gen, er veldur hrokknu hári (A) komið frá móðurinni í gegnum eggfrumuna og ríkt yfir og dulið hið víkjandi gen fyr- ir sléttu hári (a), sem e.t.v. kom frá föðurnum, en eigi að síður er þessi tilhneiging fyrir sléttu hári til í erfða- heild einstaklingsins (Aa) og getur aftur komið fram á ættingjum hans, ef það mætir öðru geni með ríkjandi eiginleika. Það er því fjarri því að allir þeir eiginleikar sem búa í erfðaheild ein- staklingsins komi fram og er það næg orsök þess að svipfar hans er frábrugð- dð eðlisfarinu, en auk þess gætir hinna utanaðkomandi áhrifa mikið við alla mótun einstaklingsins og geta þau oft og tíðum valdið því að ákveðnir eig- inleikar koma aldrei fram. ess var getið hér að framan, að til hvers einstaks litnings í litninga- hópi sáðfrumanna svaraöi annar sams-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.