Stefnir - 01.06.1955, Síða 12

Stefnir - 01.06.1955, Síða 12
10 STEFNIR konar litningur í hópi litninga egg- frumunnar. Þetta var að vísu ekki alls kostar rétt, því einn er sá litningur i hópi sumra sáðfruma, sem er mun minni en samstæður litningur egg- frumunnar. Þessi litli litningur hefur verið nefndur Y en hin eðlilega sam- stæða hans í eggfrumunni X. í líkamsfrumum allra kvenna eru tveir þessara X-litninga, en í líkams- frumum karla er á hinn bóginn að- eins einn X-litningur og litli Y-litn- ingurinn. Nú er á X-litningnum ein- mitt þau gen sem valda mismun kynj- ana og eru konur því arfhreinar hvað snertir kynerfð, er karlar arfblendnir. Þessir tveir litningar sem valda kyni eru nefndir kynlitningar. 011 gen, sem á þeim kunna að vera önnur en eig- inleg kyn-gen hljóta að erfast með kynbundunum erfðum. Þessi skipun kyngenanna veldur einmitt því, að jafnmikið fæðist af stúlkum og drengjum. Því er nefni- lega þannig farið, að við myndun kyn- frumanna aðgreinast litningapör lík- amsfrumanna þannig, að hver kyn- fruma fær aðeins helming litninga á við líkamsfrumu. Þegar eggfrumur konunnar myndast fær þannig hver þeirra einn X-litning. Öðru máli gegn- ir hinsvegar um karlmenn. Líkams- frumur þeirra höfðu aðeins einn X- litning og á móti honum litla Y-litn- inginn. Þegar sáðfrumurnar myndast verður því helmingur þeirra með X- litning og hinn með Y-litningnum. Þegar til frjóvgunar kemur verður þvínæst jöfn samkeppni milli þeirra sáðfruma, sem hafa X -og Y- litninga í að sameinast eggfrumunum, sem all- ar hafa að geyma X-litninga. Ætti þar af leiðandi að myndast jafnmikið af fóstrum með XX-frumum, eins og XY-frumum. Er hið fyrra samband einmitt líkamsfruma konu en hið síð- ara karls. Af þessu sést að það er raunverulega faðirinn sem ræður kynferði barnsins, þar sem það var undir því komið hvort sáðfruman, sem hafði X-'litning- inn var sterkari þeirri með Y-litning- inn i kapphlaupinu um eggfrumuna. ú munu fæðingastofnanir segja að þetta sé ekki alls kostar rétt, þvi að það fæðist fleiri drengir en stúlkur í heiminum, og erfðafræðingar hafa einnig fundið orsökina fyrir þessu. Þannig er nefnilega mál með vexti að einhvernveginn virðist Y-sáðfruman vera sterkari X-sáðfrumunni og eru því raunverulega getin fleiri svein- börn. Aftur á móti eru þau fóstur veik- byggðari en stúlkubörnin svo all mik- ið af sveinfóstrum týnir tölunni í byrjun æviskeiðs. Mun það vera nokk- uð undir kynhreysti móðurinnar kom- ið hvað margt þeirra lifir. Er þannig talið að ungar stúlkur eignist frekar sveinbörn en eldri konur stúlkubörn. Oft er talið að fleiri drengir fæðist á styrjaldarárum en telpur, sem ætti þá að vera sökum þess, að þá er meira um barneignir meðal ungra stúlkna. ess var áðan getið, að þau gen, sem væru staðsett á kynlitning- unum erfðust með þeim og væru þeir eiginleikar sem þau mynduðu því kyn- bundnir. Fáeinir slíkra eiginleika eru þekktir meðal manna og má þar til dæmis nefna litblindu. Genið fyrir litblindu er víkjandi og fylgir X-litn- ingunum. Nú er það kunnugt að karl- maðurinn hefur aðeins einn X-litning.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.