Stefnir - 01.06.1955, Blaðsíða 97
UNDIR SMÁSJÁNNI
95
sýnt, að mörg lagaákvæði hinnar
gömlu Jónshðkar gilda enn hann daig
i dag,
Næstu deildir sýningarinnar voru
helgaðar hókmenntaafrekum Islend-
inga. Voru þar fyrst sýndar ýmsar
útgáfur Sæmundar-Eddu, eldri og
yngri, þ.á.m. elztu sérútgáfur Völu-
spár og Hávamála, er út komu 1
Kaupmannahöfn 1665, og umfangs-
mesta útgáfa Eddukvæða I þremur
hindum, Kaupmannahöfn 1787—1828.
Hin norrænu, að mestu leyti íslenzku,
kvæði hirðskáldanna, dróttkvæðin,
voru sýnd í hinni visindalegu fjög-
urra-binda útgáfu Finns Jónssonar, og
i næstu deild voru sýndar helztu Is-
lendingasögur, sögulegar frásagnir um
islenzka afreksmenn á 10. og 11. öld,
að nokkru leyti í írumútgáfum, svo
sem Egla, út gefin i Hrappsey 1782,
Njála 1772 og Eyrbyggja 1787, báðar
útg. í Kaupmannahöfn. Af ritum
Snorra Sturlusonar (1179—1241), sem
®ru einn hápunkturinn i islenzkum
fornbókrnenntum, var m.a. til sýnis
fyrsta útgáfa af kennslubók hans
handa skáldum, Snorra-Eddu, útg. í
Kaupmannahöfn 1665. Bósa-saga, útg.
i Uppsölum 1666, var sýnd sem sýnis-
horn af útgáfustarfsemi Svía á þessu
sviði, en hún hðfst mjög snemma. Á
tímabilinu milli 1660 og 1670 voru
nefnilega prentuð hjá Henrik Curio
prentara í Uppsölum ýmis fornrit, sem
við koma sænskri sögu, þó að þau
væru annars sagnfræðilega lítils virði.
Frumútgáfa Islendingabókar eftir
„föður norrænnar sagnritunar", Ara
Þorgilsson hinn fróða (1067—1148),
var meðal hinna fyrstu fornrita, sem
prentuð voru á Islandi að frumkvæðl
Þórðar Þorlákssonar biskups og kom
út i Skálholti 1688. Hér á sýningunni
markaði hún upphaf þessarar útgáfu-
starfsemi á Islandi.
Fyrstu bækur, sem prentaðar voru
á Hólum á árunum eftir 1530, er Jón
Arason hafði látið reisa par prent-
smiðju, voru að langmestu leyti guðs-