Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 41
ÞANKAR UM MYNDLIST
39
impressjónistanna. Þau hafa ekki
opinberað okkur neitt nýtt.
Yngri listamenn þjóðarinnar,
er fengizt hafa við tilraunir með
ný form, hafa iðulega verið sak-
aðir um dekur við erlendar
tízkustefnur, stundum verið upp-
nefndir tízkumálarar o.s.frv. ■—•
Sumum þykir míkið á skorta um
iþjóðlegan tón í list þeirra. Þess-
ar ásakanir eru gripnar úr lausu
lofti. Við getum alveg eins sak-
að Ásgrím, Jón Stefánsson o.fl.
um tízkudekur, því á sínum tíma
urðu þeir fyrir áhrifum frá rót-
tækum stefnum og viðhorfum í
evrópskri myndlist, svo er guði
fyrir að þakka, annars væri ekki
gott að vita, hvar list þeirra
stæði í dag. Um hið þjóðlega í
list þeirra, ef menn þurfa endi-
lega að vera að tala um þjóðleg-
heit í listum, þá er ég þeirrar
skoðunar, að það sem menn
nefna því nafni sé í raun og veru
ekki annað en persónuleiki ein-
staklingsins, ec opinberast í verk-
inu. Auk þess hljótum við að
álykta sem svo, að þegar einn
eða fleiri eiga við svipaðar að-
stæður að etja skapist keimlík
viSbrögð með skírskotun til eðl-
isþátta mannsins. Ýmis atriði í
menningu þjóða, sem ekki er
vitað til að hafi verið í minnstu
tengslum sín á milli, eru svo
nauðalík að furðu sætir.
Mér virðist t.d. óhjákvæmilegt
að landslagsmálarar þjóðarinnar
öðlist ákveðin séreinkenni í list
sinni, eitthvaS sameiginlegt á
breiðum grundvelli. Landslagið,
mótífið setur þeim ákveðnar
skorður frá upphafi, án þess þó
að hefta þá að öðru leyti, hvað
listræna sköpun áhrærir. Af
þessum sökum getur verið var-
hugavert að tala um stælingar og
áhrif. Þetta fyrirbæri, sé það á
þröngum grundvelli, kalla menn
svo þjóðlegheit í listum, annars
öfgastefnur og tízkudekur.
Ekkert form er uppfinning
ákveðins manns. Það sprettur
upp af þörf milljóna rnanna.
í leit okkar að formi sem hæf-
ir okkur er viðbúið aS einhver
verðmæti fari forgörðum. Til
íþessa hefur þó afraksturinn ver-
ið miklu meiri en tilkostnaður-
inn, og það er ástæðulaust að
óttast að svo verði ekki enn um
stund.
X—□—X
ví lengur sem rnaður hugsar
um þessi mál því broslegra
verður það ástand sem skapazt
hefur. Hvað er það sem kemur
fullorðnu fólki til að umturnast