Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 38
36
STEFNIR
heldur hann aðhyllist „abstrakt“
eða „klassík“. Þetta minnir okk-
ur ónotalega á það þegar próf.
Jón Helgason flutti ræðu af
svölum Alþingishússins 1. des. í
fyrra og annað dagblað krafðist
þess óbeint daginn eftir, að hann
gæfi yfirlýsingu um stjórnmála-
skoðanir sínar, en ræðan mun
hafa þótt nokkuð vinstrisinnuð.
Svona langt getur vitleysan
gengið. Einhvern veginn hefur
fólk fengið þá flugu í höfuðið,
að abstrakt list og natúralistísk
séu ósættanlegar andstæður á
svipaðan hátt og kommúnismi
og kapítalismi og þar af leiðandi
ómögulegt að aðhyllast hvort
tveggja í senn án þess að um
misræmi og tvískinnungshátt sé
að ræða. Þegar við lesum eitt-
hvað eftir andstæðinga abstrakt
listar rekum við okkur fljótlega
á að einmitt þetta er grunntónn-
inn í röksemdafærslu þeirra.
X—□—X
kkert form felur í sér afneit-
un á öðru formi. Það væri
meira en lítið ósamræmi í því að
afneita Cézanne á þeim forsend-
um að hann tileinkaði sér annað
form en Rembrandt, eða Rubens
af því að hægt er að heimfæra
list hans undir annan stíl en list
Leonardos da. Vinci. Hins vegar
er það óskemmtileg staðreynd, að
nýtt form, ný hreyfing í heimi
listarinnar hefur einatt hlotið af-
neitun almennings í skírnargjöf.
Ef þeir, sem nú hamast líkt og
óðir væru gegn tilraunum fá-
einna blásnauðra listamanna,
hefðu verið uppi samtímis
Cézanne hefðu þeir ugglaust
snúizt gegn honum með svipuðu
móti, en haldið á lofti t.d. Ru-
bens eða Rembrandt.
Aftur á móti dylst engum, að
viðhorf áhorfandans og lista-
mannsins eru í höfuðatriðum
óskyld.
Viðhorf liins fyrrnefnda felst
fyrst og fremst í viðleitni til að
njóta eftir beztu getu þeirra verð-
mæta, sem eru þegar nægilega
langt aftur í tímann til að vera
hafin upp yfir ónæðissamar
deilur líðandi stundar. Þörf
hans fyrir að njóta, sem á ekk-
ert skylt við sköpunarástríðu
listamannsins, er ekki ríkari en
svo, að hann fær henni fullnægt
með þessu móti. I sjálfu sér er
ekkert við þetta að athuga svo
fremi, að hann snúist ekki með
offorsi gegn hvers kyns nýjung-
um, og mun ég víkja nánar að
því.
Um viðhorf hins síðarnefnda,
viðhorf hins skapandi listamanns