Stefnir - 01.06.1955, Side 38

Stefnir - 01.06.1955, Side 38
36 STEFNIR heldur hann aðhyllist „abstrakt“ eða „klassík“. Þetta minnir okk- ur ónotalega á það þegar próf. Jón Helgason flutti ræðu af svölum Alþingishússins 1. des. í fyrra og annað dagblað krafðist þess óbeint daginn eftir, að hann gæfi yfirlýsingu um stjórnmála- skoðanir sínar, en ræðan mun hafa þótt nokkuð vinstrisinnuð. Svona langt getur vitleysan gengið. Einhvern veginn hefur fólk fengið þá flugu í höfuðið, að abstrakt list og natúralistísk séu ósættanlegar andstæður á svipaðan hátt og kommúnismi og kapítalismi og þar af leiðandi ómögulegt að aðhyllast hvort tveggja í senn án þess að um misræmi og tvískinnungshátt sé að ræða. Þegar við lesum eitt- hvað eftir andstæðinga abstrakt listar rekum við okkur fljótlega á að einmitt þetta er grunntónn- inn í röksemdafærslu þeirra. X—□—X kkert form felur í sér afneit- un á öðru formi. Það væri meira en lítið ósamræmi í því að afneita Cézanne á þeim forsend- um að hann tileinkaði sér annað form en Rembrandt, eða Rubens af því að hægt er að heimfæra list hans undir annan stíl en list Leonardos da. Vinci. Hins vegar er það óskemmtileg staðreynd, að nýtt form, ný hreyfing í heimi listarinnar hefur einatt hlotið af- neitun almennings í skírnargjöf. Ef þeir, sem nú hamast líkt og óðir væru gegn tilraunum fá- einna blásnauðra listamanna, hefðu verið uppi samtímis Cézanne hefðu þeir ugglaust snúizt gegn honum með svipuðu móti, en haldið á lofti t.d. Ru- bens eða Rembrandt. Aftur á móti dylst engum, að viðhorf áhorfandans og lista- mannsins eru í höfuðatriðum óskyld. Viðhorf liins fyrrnefnda felst fyrst og fremst í viðleitni til að njóta eftir beztu getu þeirra verð- mæta, sem eru þegar nægilega langt aftur í tímann til að vera hafin upp yfir ónæðissamar deilur líðandi stundar. Þörf hans fyrir að njóta, sem á ekk- ert skylt við sköpunarástríðu listamannsins, er ekki ríkari en svo, að hann fær henni fullnægt með þessu móti. I sjálfu sér er ekkert við þetta að athuga svo fremi, að hann snúist ekki með offorsi gegn hvers kyns nýjung- um, og mun ég víkja nánar að því. Um viðhorf hins síðarnefnda, viðhorf hins skapandi listamanns
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.