Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 79
Á FORNUM VÍGVELLI
77
líkum, víggrafirnar við Stóra-
Múrinzr fljóta í blóði. Allur
munur með háum og lágum
þurkast út í beinahrúgunni.
Vei! Bumbuslátturinn dvín, æ
meir og meir, því að þróttur
bumbuslagarans er þrotinn. Bog-
arnir ónýtir, strengirnir brostn-
ir. Sverðin brotin og spjótin.
Nú dregur til úrslita, og her-
irnir ráð'ast fullir örvæntingar
hvoir á annan. Á ég að gefast upp ?
Þá verð ég siðleysingi alla mína
æfi. Á ég að berjast? Þá hvítna
bein mín í sandi eyðimerkurinn-
ar. Englnn fuglakviður berst
lengur frá hinum þöglu fjöll-
um. Ekkert heyrist nema í vind-
inum, sem hvín alla nóttina.
Sálir manna eigra fram og aftur
í Ijósaskiptunum. Andar frá und-
irheimum hópast um svört ský.
Sólin rennur upp og varpar köld-
um geislum á troðið grasið, en
skarður máni silfrar frostskánir á
stangli. Er nokkur sýn hræði-
legri en þessi?
Ég hef heyrt, að Li Mu í land-
inu Chao og hermenn hans hafi
sigrað Tatara, hreinsað þúsund
mílna landsvæði og hrundið
Húnum af höndum sér. Ættin
Han tæmdi aftur á móti fjár-
hirzlur ríkisins. Af þeirri ætt
var enginn nýtur stjórnandi.
Hvað stoðaði fjöldi fólksins? —
Ættin Chin lét byggja Stóra-Múr-
inn, sem teygir sig frá yzta hafi
og endar í hliði. Múrinn olli
fólkinu skaða og beizkju, og
dökkrautt blóð fólksins flaut
meðfram hinum tíu þúsund
mílna langa múr. Ættin Han
gersigraði Húna og vann Yin-
Shan, en lík fólksins lá í köstum
á öræfunum, og í raun og veru
var tapið meira en vinningurinn.
Ó, allar þjóðir undir himnin-
um!
Hver á meðal ykkar á ekki
föður og móður, sem borið hafa
reifabörn sín í faðmi sér full
ótta, um að þau myndu aldrei ná
að vaxa. Hver á ekki bróður, sem
er þeim ástfólgnari en sjáaldur
augans ? Hver á ekki ástkæra
eiginkonu? Hverjum skulda þeir
líf sitt, og hvað hafa þeir
brotið af sér, svo að þeir verð-
skuldi þennan dauðdaga? Ást-
vinir þeirra vita ekki, hvort þeir
eru lífs eða liðnir. Beri einhver
dauðafregnina, leggja menn eyr-
um við: eigum við að trúa því?
— eða ekki? Hjörtun bólgna af
sorg, og mönnum þykir sem þeir
sjái horfna ástvini í draumi.
Drykkjarfórninni er hellt, og
menn stara og blína tárum
drjúpandi augum á sjóndeildar-
hringinn, þar sem ástvinirnir eru
sagðir liggja — dánir. Himinn