Stefnir - 01.06.1955, Side 79

Stefnir - 01.06.1955, Side 79
Á FORNUM VÍGVELLI 77 líkum, víggrafirnar við Stóra- Múrinzr fljóta í blóði. Allur munur með háum og lágum þurkast út í beinahrúgunni. Vei! Bumbuslátturinn dvín, æ meir og meir, því að þróttur bumbuslagarans er þrotinn. Bog- arnir ónýtir, strengirnir brostn- ir. Sverðin brotin og spjótin. Nú dregur til úrslita, og her- irnir ráð'ast fullir örvæntingar hvoir á annan. Á ég að gefast upp ? Þá verð ég siðleysingi alla mína æfi. Á ég að berjast? Þá hvítna bein mín í sandi eyðimerkurinn- ar. Englnn fuglakviður berst lengur frá hinum þöglu fjöll- um. Ekkert heyrist nema í vind- inum, sem hvín alla nóttina. Sálir manna eigra fram og aftur í Ijósaskiptunum. Andar frá und- irheimum hópast um svört ský. Sólin rennur upp og varpar köld- um geislum á troðið grasið, en skarður máni silfrar frostskánir á stangli. Er nokkur sýn hræði- legri en þessi? Ég hef heyrt, að Li Mu í land- inu Chao og hermenn hans hafi sigrað Tatara, hreinsað þúsund mílna landsvæði og hrundið Húnum af höndum sér. Ættin Han tæmdi aftur á móti fjár- hirzlur ríkisins. Af þeirri ætt var enginn nýtur stjórnandi. Hvað stoðaði fjöldi fólksins? — Ættin Chin lét byggja Stóra-Múr- inn, sem teygir sig frá yzta hafi og endar í hliði. Múrinn olli fólkinu skaða og beizkju, og dökkrautt blóð fólksins flaut meðfram hinum tíu þúsund mílna langa múr. Ættin Han gersigraði Húna og vann Yin- Shan, en lík fólksins lá í köstum á öræfunum, og í raun og veru var tapið meira en vinningurinn. Ó, allar þjóðir undir himnin- um! Hver á meðal ykkar á ekki föður og móður, sem borið hafa reifabörn sín í faðmi sér full ótta, um að þau myndu aldrei ná að vaxa. Hver á ekki bróður, sem er þeim ástfólgnari en sjáaldur augans ? Hver á ekki ástkæra eiginkonu? Hverjum skulda þeir líf sitt, og hvað hafa þeir brotið af sér, svo að þeir verð- skuldi þennan dauðdaga? Ást- vinir þeirra vita ekki, hvort þeir eru lífs eða liðnir. Beri einhver dauðafregnina, leggja menn eyr- um við: eigum við að trúa því? — eða ekki? Hjörtun bólgna af sorg, og mönnum þykir sem þeir sjái horfna ástvini í draumi. Drykkjarfórninni er hellt, og menn stara og blína tárum drjúpandi augum á sjóndeildar- hringinn, þar sem ástvinirnir eru sagðir liggja — dánir. Himinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.