Stefnir - 01.06.1955, Blaðsíða 12
10
STEFNIR
konar litningur í hópi litninga egg-
frumunnar. Þetta var að vísu ekki alls
kostar rétt, því einn er sá litningur i
hópi sumra sáðfruma, sem er mun
minni en samstæður litningur egg-
frumunnar. Þessi litli litningur hefur
verið nefndur Y en hin eðlilega sam-
stæða hans í eggfrumunni X.
í líkamsfrumum allra kvenna eru
tveir þessara X-litninga, en í líkams-
frumum karla er á hinn bóginn að-
eins einn X-litningur og litli Y-litn-
ingurinn. Nú er á X-litningnum ein-
mitt þau gen sem valda mismun kynj-
ana og eru konur því arfhreinar hvað
snertir kynerfð, er karlar arfblendnir.
Þessir tveir litningar sem valda kyni
eru nefndir kynlitningar. 011 gen, sem
á þeim kunna að vera önnur en eig-
inleg kyn-gen hljóta að erfast með
kynbundunum erfðum.
Þessi skipun kyngenanna veldur
einmitt því, að jafnmikið fæðist af
stúlkum og drengjum. Því er nefni-
lega þannig farið, að við myndun kyn-
frumanna aðgreinast litningapör lík-
amsfrumanna þannig, að hver kyn-
fruma fær aðeins helming litninga á
við líkamsfrumu. Þegar eggfrumur
konunnar myndast fær þannig hver
þeirra einn X-litning. Öðru máli gegn-
ir hinsvegar um karlmenn. Líkams-
frumur þeirra höfðu aðeins einn X-
litning og á móti honum litla Y-litn-
inginn. Þegar sáðfrumurnar myndast
verður því helmingur þeirra með X-
litning og hinn með Y-litningnum.
Þegar til frjóvgunar kemur verður
þvínæst jöfn samkeppni milli þeirra
sáðfruma, sem hafa X -og Y- litninga
í að sameinast eggfrumunum, sem all-
ar hafa að geyma X-litninga. Ætti þar
af leiðandi að myndast jafnmikið af
fóstrum með XX-frumum, eins og
XY-frumum. Er hið fyrra samband
einmitt líkamsfruma konu en hið síð-
ara karls.
Af þessu sést að það er raunverulega
faðirinn sem ræður kynferði barnsins,
þar sem það var undir því komið
hvort sáðfruman, sem hafði X-'litning-
inn var sterkari þeirri með Y-litning-
inn i kapphlaupinu um eggfrumuna.
ú munu fæðingastofnanir segja að
þetta sé ekki alls kostar rétt, þvi
að það fæðist fleiri drengir en stúlkur
í heiminum, og erfðafræðingar hafa
einnig fundið orsökina fyrir þessu.
Þannig er nefnilega mál með vexti að
einhvernveginn virðist Y-sáðfruman
vera sterkari X-sáðfrumunni og eru
því raunverulega getin fleiri svein-
börn. Aftur á móti eru þau fóstur veik-
byggðari en stúlkubörnin svo all mik-
ið af sveinfóstrum týnir tölunni í
byrjun æviskeiðs. Mun það vera nokk-
uð undir kynhreysti móðurinnar kom-
ið hvað margt þeirra lifir. Er þannig
talið að ungar stúlkur eignist frekar
sveinbörn en eldri konur stúlkubörn.
Oft er talið að fleiri drengir fæðist
á styrjaldarárum en telpur, sem ætti
þá að vera sökum þess, að þá er meira
um barneignir meðal ungra stúlkna.
ess var áðan getið, að þau gen,
sem væru staðsett á kynlitning-
unum erfðust með þeim og væru þeir
eiginleikar sem þau mynduðu því kyn-
bundnir. Fáeinir slíkra eiginleika eru
þekktir meðal manna og má þar til
dæmis nefna litblindu. Genið fyrir
litblindu er víkjandi og fylgir X-litn-
ingunum. Nú er það kunnugt að karl-
maðurinn hefur aðeins einn X-litning.