Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 78
76
STEFNIR
beitt að morgni á grasjöðrum
sandanna. Hermennirnir óðu yf-
ir ískaldar ár á nóttum; — und-
ir var endalaus eyðimörk, yfir
var óendanlegt rúmið. Þeir vissu
ekki, hvernig eða hvenær þeim
yrði heimkomu auðið. Allan tím-
ann ógnuðu sverðseggjar líköm-
um þeirra, og hverjum gátu
þeir tjáð ólýsanlegar hörmungar
sínar?
Allt frá tímum Chin og Han,
hafa menn haft óttaboð af villi-
þjóðunum fjórum, sem búa utan
endimarka ríkisins, og engin
kynslóð var óttalaus og örugg,
um að þær myndu ekki vinna
Miðríkið og leggja í eyði. í
gamalli tíð stýrðu keisarar land-
inu af velvilja og réttsýni, og
hinir siðlausu útlendingar dirfð-
ust ekki að ögra keisaravaldinu.
En síðar leysti valdið réttsýnina
af hólmi, og ruddafengnir her-
menn vanræktu skyldurnar við
mannkærleika og réttsýni, þar
sem þær skyldur voru ekki við
þeirra hæfi. Þannig misstu lög
skynseminnar mátt sinn.
Æ, mér finnst ég sjá þá nú:
Bitur norðanvindurinn eys upp
sandi umhveirfis þá, og herfólk
Tataranna liggur í launsátri.
Herforingi okkar vanmetur fénd-
urna og býst til orustu við tjald-
búð sína. Fánar blakta um gjör-
valla sléttuna. Jafnvel fljótið er
bakkafullt af vopnbúnum her-
mönnum. Skipulag og agi ríkir
alls staðar, og mannslíf eru
einskis metin. Nú rista hvassar
örvar leggina. Sandský blinda
þá, sem berast á banaspjót. Fjend-
urnir og okkar menn læsa klón-
um hver í annan. Fjöll og dalir
þrymja af gný vopna. Bumbu-
slátturinn ærir eins og hann
gæti stemmt fljót og fossa. Það
glampar á hestana eins og eld-
ingu ljósti niður, og vopnabrakið!
líkist þrumuhljóði. Smám saman
rekur myrkur yfir himin og
hauður, og kulið kemur. Her-
mennirnir vaða snjóinn upp í
kálfa, skeggið stíft af frosti.
Gammarnir bæla sig í hreiðrun-
um og þora hvergi. Þróttur hest-
anna er þrotinn. Þeir komast
ekki lengra. Fötin eru haldlaus,
því þau skýla ekki lengur. Fing-
urna kelur af, og hörundið
springur, svo sér í hold. Náttúr-
an kemur nú til liðs við hina
grimmu útlendinga og skellir á
ofviðri, til þess að Tatararnir
eigi hægra um vik í hinni ný-
höfnu orustu. Klyfjahestarnir eru
innikróaðir og okkar menn strá-
drepnir í árás á fylkingararm-
ana. Undirforingjar okkar hafa
nýlega gefizt upp, hershöfðing-
inn dauður. Fljótið bakkafullt af