Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Síða 56
54
á ileuseinkennum, áður hann yrði hita og bólgulaus. Fékk ég héraðs-
lækni á Húsavík til liðs, og var skurður gerður langt frammi í sveit, með
lítiíli von vegna ástands sjúklingsins. Hann dó eftir 2 daga úr peri-
tonitis universalis.
Reyðarfi. Appendicitis virðist mér vera hér fátið, eitt tilfelli þetta ár.
Vestmannaeyja. Botnlangabólga hefir verið tíð þetta ár. Gerðir hafa
verið 12 skurðir á chaud og 10 á froid.
3. Beri-Beri.
Það er nýjung, að Beri-Beri komi fyrir hér á landi. Varð dr. Helgi
Tómasson fyrstur til að vekja á því athygli og taldi sig hafa rekizt á
nokkra sjúklinga (frá Keflavík). Siðan hefir Páll Kolka læknir í Vest-
mannaeyjum lýst nokkrum sjúkl. í Vestmannaeyjum með svipuðum
einkennum. (Sbr. Helgi Tómasson: Beri-Beri á íslandi. Læknablaðið
nóv.—des. 1932, bls. 165—167 og Páll Kolka: Beri-Beri í Vestmannaeyj-
um. Læknablaðið ág.—okt. 1933, bls. 82—98).
Vestmannaei/ja. Líklegt er, vegna óskynsamlegs mataræðis eyjar-
skeggja, að sjúkdómar með svipuðum einkennum og Beri-Beri geri
vart við sig hér eins og' í Austurlöndum. Hefi ég haft 2 sjúklinga með
svipuðum einkennum síðustu árin.
4. Chorea minor:
Grímsnes. Chorea minor 1 sjúklingur, drengur 8 ára.
5. Diathesis hæmorrhagica:
Akureyrar. Hjón eig'nuðust á sama ári 2 börn, er bæði höfðu diathesis
hæmorrhagica. Annað dó úr naflablæðingu á 3. degi. Hitt dó á 4. degi.
Hafði meíæna og' purpura um allan líkamann. Foreldrar hraustir og
vita ekki uin erfðaveiklun (Valdimar Steffensen).
6. Granuloma:
Skipaskaga. Granuloma varð ég var við í ár. Allir sjúklingarnir fengu
það við að fást við horn af kindum úr Lundarreykjadal. Á einum sjúk-
lingnum, roskinni konu, var sjúkdómurinn mjög þrálátur.
Borgarfi. 9 tilfelli af granuloma, öll í sláturtíðinni. Almenningur hef-
ir nú gefið þessum kvilla nafn og kallar hann sláturbólu. Batnar fljót-
lega undan ung. pyrogall. comp.
Regðarfi. Granuloma í sláturtíðinni.
Rangár. Granuloma 4 tilfelli. Þrjú á höndum, eitt á nefbroddi.
Keflavíkur. Sá einn dreng með granuloma.
7. Kolsýringseitrun:
Bítdudals. Kolsýringseitrun fékk ungur maður og móðir hans,
gömul kona, á jólanóttina. Búa þau ein sér í litlu, óþrifalegu herbergi,
og sofnuðu um kvöldið út frá primusvél, sem hálfslokknað var á. Þeg-
ar fyrst var komið að á jóladaginn, síðla dags, var kolsýringurinn að
mestu leyti rokinn burt. Maðurinn lá í rúminu með óráði og kominn
nokkuð til meðvitundar, en konan lá meðvitundarlaus, náföl með erf-
iðan andardrátt. Maðurinn náði sér fljótt aftur, en allt kvöldið fór til
að koma konunni aftur til lífsins. Bæði náðu sér aftur að fullu.
8. Morbus Basedowi:
Dala. Hefi á árinu haft 3 sjúklinga með morbus Basedowi, stúlku
34 ára (oper. í Bvík), stúlku 21 árs og gifta konu 36 ára. Tveim hinum
síðastnefndu hefir batnað mikið af meðulum.