Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Page 88

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1932, Page 88
86 brunnum. Vatnsgeymir í Herjólfsdal, nýgerður, bætti framan af úr vandræðunum, en tæmdist þegar vatnsskortur fór að verða almenn- ari. Var þá sótt vatn undir Löngu. Dýr er þessi vatnssókn á bifreiðum og bátum yfir hafnarpollinn. Menn eru hér sem óðast að skilja nauð- syn þess, að hafa stóra vatnsgeyma við húsin, sía vatnið áður en það fer í þá og hafa rennur í lagi. Nýjustu húsin, 5—7 ára gömul, eru að þessu leyti því nær öll betur útbúin en hin eldri. Lausnin á þessu vandamáli gæti annars orðið með tvennu móti: 1. Vatnsgeymir í Helgafellsgígnum og annar geymir neðarlega í fjallshlíðinni, til söfn- unar rigningarvatns. 2. Leiðsla undan Eyjafjöllum. Til vatnssalerna í hús, sem hljóta að komast á, þegar holræsin komast víðar, í stað heilsuspillandi kaggasalerna, nægir almenningi rigningarvatn ekki, eins og hirða er á því nú. Mætti og nota sjó. Þeir sem bezt nýta vatn- ið og sjá um, að það fari ekki til spillis, hafa nægilegt til vatnssal- erna, en það eru aðeins örfá hús, öll af nýrri gerð. Ég hefi hér 2 vatnssalerni, uppi og niðri, annað íyrir sjúkrastofur, og 2 baðker. Vatnsgeymir 750 tn. Vatnseyðsla mikil, en séð um, að vatnið fari ekki til ónýtis. Ég þurfti að sækja vatn eftir tveggja mánaða þurk í vor, en aðeins stuttan tíma. Grímsnes. Húsakynni almennings eru ekki góð; einkum tilfinnan- legur skortur á upphitun. Á nokkrum bæjum í héraðinu er raflýsing, og eru það hin mestu hlunnindi, hvað birtu, hita og þrifnað snertir. Þar sem jarðhiti er, er hann víða notaður til þess að hita upp bæina. Þrifnaði því miður sumstaðar ábótavant. Keflavíkur. Húsum fjölgar óðum í sjóþorpunum. Ólíkt betri en fyrri húsakynni voru. Óþrifnaður er mikill í sumum sjávarþorpunum. 5. Fatnaður og matargerð. Læknar láta þessa getið: Skipaskaga. Kjötbúðir eru 2 hér í kauptúninu, báðar þrifalegar og með nýtízku fyrirkomulagi. Enginn skortur hér á nýmeti. Klæðaburð- urinn breytist hér ekkert. F'lestir unglingar og verkafólk á gúmmískóm. Borgarnes. Farið er að votta fyrir því, að menn noti nú meira inn- lend efni og' framleiðslu, og má skrifa það á reikning kreppunnar. Hefi ég sérstaklega tekið eftir því, að gúmmískór hverfa, en gömlu sauð- skinns eða leðurskórnir koma í staðinn, en enn eru menn ekki farnir að hagnýta sér skinn eða gærur til skjólsfata, sem þó virðist heppi- legra en að kasta því frá sér fyrir ekki neitt. Hóls. Fæði er óbrotið, sæmilega hollt og ber aldrei á sjúkdómum, sem beint verði kendir fjörefnaskorti. Mjólk er því miður minna notuð en skyldi. Margir eiga þó geitur, og' bætir það noklcuð úr mjólkurskort- inum. Nautegrar. Fæði víðast fremur gott; vanalega hægt að fá ódýran nýjan fisk á flestum tímum árs. Miðfj. Viðurværi fólks sæmilegt, og enginn skortur. Mjólk nægileg fyrir kaupstaðinn. Nýr fiskur vor og sumar og fram á haust. í frysti- húsi kaupféiagsins fá menn geymt nýmeti fram eftir öllum vetri. Sauðárkróks. Yfirleitt má segja það um nær því allar aðfluttar mat-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.