Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Síða 63
I. Árferði og almenn afkoma.
Tíöarfar var sæmilega hagstætt sunnanlands fyrri helming ársins, en
óhagstætt síðari hlutann. Norðaustan til á landinu var sumarið hag-
stætt, en annars var óhagstæð tíð norðanlands. Hiti var 1,5° undir
flieðallagi. Kaldast var á útskögum norðanlands, hiti 2°—2%° undir
meðallagi. Mildast var við suðurströndina, en þar var hiti um 1° undir
Weðallagi. Sjávarhiti var 1,1° undir meðallagi á þeim sjö stöðvum,
sem meðaltöl hafa. tírkoma var 8% umfram meðallag á öllum stöðvum,
sem meðaltöl eru til fyrir. Mest var ársúrkoman 3682 mm á Kvískerj-
uni, en minnst 289 mm á Grímsstöðum. Sólskin mældist 1131 klst. í
Reykjavík, og vantar þá 118 klst. til þess, að meðallagi sé náð.
Veturinn (des. 1968—marz 1969) var hagstæður sunnanlands, en
norðanlands voru svellalög og hagar slæmir. Hiti var 2,1° undir meðal-
lagi. Norðantil á landinu var víðast 2°—3° kaldara en í meðalári, en á
Suðurlandi var hiti yfirleitt 1°—1 V&° undir meðallagi. Úrkoma var 92%
af meðalúrkomu.
Vorið (apríl—maí) var víðast sæmilega hagstætt, en gróðri fór þó
Htið fram nyrðra. Hiti var 1,4° undir meðallagi. Langkaldast var við
Húnaflóa, 3°—4° undir meðallagi. Úrkoma var 91% af meðalúrkomu.
Sumarið (júní—sept.) var óhagstætt sunnan og vestan til á landinu,
eu hagstætt norðaustanlands og suður á Austfirði. Hiti var 0,6° undir
uieðallagi. Á norðanverðu landinu var hann víða um meðallag, en
sunnan til á landinu og í útsveitum austanlands var hiti yfirleitt 1°—
H/2° undir meðallagi. Úrkoma var 44% umfram meðallag.
Haustið (okt.—nóv.) var óhagstætt. Hiti var 2,2° undir meðallagi.
Víðast hvar var hitinn 2°—-2%° undir meðallagi. Kaldast var 3°—
%V2° undir meðallagi á 3 stöðvum norðaustanlands, en mildast um l^0
undir meðallagi sums staðar sunnan og vestan til á landinu. Urkoma var
89 % af meðalúrkomu.1)
Á árinu snerist efnahagsþróun mjög til hins betra miðað við næstu
tvö ár á undan. Sjávarafli glæddist, og útflutningsverðlag sjávarafurða
fór hækkandi á ný. Fiskaflinn varð 703,5 þús. tonn, eða 17% meiri
en árið áður, aukning þorskafla var enn meiri, eða 23,2%, en síldar-
a«i minnkaði verulega. Heildaraflaverðmæti á föstu verðlagi jókst um
16%. Aukning þjóðarframleiðslu frá fyrra ári var um 2%, en á tveim-
ur undanförnum árum til samans hafði hún minnkað um rúmlega 8%.
Viðskiptakjör bötnuðu um 3—4%, og þjóðartekjur jukust um 3%.
Áukning meðalmannfjölda nam 0,8%, og jókst því þjóðarframleiðsla
1) Tekið upp úr Veðráttan, ársyfirliti sömdu á Veðurstofu íslands.