Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Side 86
1969
— 84 —
12. Gulusótt (092 hepatitis infectiosa).
Töflur II, III og IV, 12.
1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969
Sjúkl. 1 16 21 3 9 6 3 5 2 6
Dánir 99 99 99 99 99 99 99 1 99 99
Á skrá í þremur héruðum.
13. Ristill (088 herpes zoster).
Töflur II, III og IV, 13.
1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969
Sjúkl. 106 105 210 204 190 210 209 212 228 197
Dánir 99 99 99 99 99 1 99 99 99 99
Á skrá í 37 héruðum. Dreifing nokkuð jöfn á árið.
14. Inflúenza (480—483 influenza).
Töflur II, III og IV, 14.
1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969
Sjúkl. 4099 2462 14646 10436 4542 2967 8030 965 11254 11064
Dánir 5 4 36 33 6 2 17 1 14 21
Gekk meira eða minna um allt land. Langflest tilfelli í janúar og
desember, eða rúmlega 4000 tilfelli í hvorum mánuði. Virtist yfirleitt
miðlungsþung.
Rvík. Inflúenza sú, sem gekk síðari hluta árs 1968 og kennd var við
stofn Hong Kong A2, hélt áfram að sýkja borgarbúa fram eftir ári
1969, nokkur tilfelli mánaðarlega allt árið, þó að mest brögð að
henni yrðu fyrstu mánuði ársins. Bólusettir voru í Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur 1496 manns.
Álafoss. Byrjaði að stinga sér niður í desember 1968, 54 tilfelli skráð
í janúar 1969, öll fremur væg. Bólusettir voru 250 manns. Fór tilfellum
síðan fækkandi, og lítil brögð voru að inflúenzu eftir febrúarlok. í des-
ember byrjaði hún aftur að stinga sér niður.
Stykkishólms. Eins og getið er um í ársskýrslum 1968, barst inflú-
enza í héraðið um jólin og gekk þar allt fram í febrúar. Tíðni tilfellanna
var lítil miðað við það, sem oft gerist um inflúenzu, og sárafáir urðu
veruiega veikir. Um miðjan desember í ár barst svo enn inflúenza til
Stykkishólms. Þessi faraldur var öllu ákveðnari en hinn fyrri, tók
fleiri og einkenni öll meiri. Þessi faraldur lagðist mjög á fullorðið
fólk, en börn sluppu mikið til við hann. Serólógiskar rannsóknir bentu
á, að um inflúenzu af A-stofni væri að ræða.