Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 101
— 99 —
1969
V. Ónæmisaðgerðir.
Tafla XVIII.
Frumbólusettir gegn bólusótt voru 3606. Kunnugt var um árangur
á 2390, og kom bóla út á 2044 þeirra, eða 85,5%. Endurbólusettir voru
3868. Kunnugt var um árangur á 3356, og kom út á 2276 þeirra, eða
67,8%. Aukabólusetning fór fram á 1014. Kunnugt var um árangur á
21, og kom út á 11, eða 52,4%. Um aðrar ónæmisaðgerðir vísast til
viðeigandi taflna.
Álafoss. Héraðsbúar eiga þess kost að koma reglulega til ónæmis-
aðgerða. Yfirleitt eru foreldrar áhugasamir um ónæmisaðgerðir barna
sinna.
Þingeyrar. Kennarar og starfslið á Núpsskóla og nokkrir starfshóp-
ar hér á Þingeyri óskuðu að fá inflúenzusprautur, og varð ég við
beiðni þeirra.
Blönduós. Ónæmisaðgerðir framkvæmdar einu sinni í viku allt árið.
Akureyrar. Tvisvar á árinu bólusett gegn inflúenzu.
VI. Barnsfarir og meðferð ungbarna.
Töflur XII—XIV.
A. Barnsfarir.
Á árinu fæddust samkvæmt tölum Hagstofunnar 4218 lifandi og 47
andvana börn.
Skýrslur ljósmæðra geta fæðinga 4124 barna og 28 fósturláta (utan
■Reykjavíkur).
Getið er um aðburð 4110 þessara barna, og var hann í hundraðstölum
sem hér segir:
Höfuð bar að:
Hvirfil .............
Framhöfuð............
Andlit ..............
Sitjanda og fætur bar að:
Sitjanda ............
Fót..................
Þverlega ................
91,07%
5,13—
0,05----96,25%
2,92—
0,66--- 3,58—
0,17—