Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Blaðsíða 128
1969
— 126 —
á árinu afskipti af 205 börnum vegna samtals 487 brota, 177 piltum
og 28 stúlkum. Brot þeirra voru sem hér segir: hnupl og þjófnaður 181
(174 piltar og 7 stúlkur), innbrot 91 (p.), svik og falsanir 14 (8 p.
og 6 st.), skemmdir og spell 88 (p.), flakk og útivist 20 (9 p. og 11 st.),
meiðsl og hrekkir 10 (p.), ölvun 53 (49. p. og 4 st.), ýmsir óknyttir
30 (p.). Aukning varð á fjölda skráðra brota frá árinu áður. Sem
fyrr ber mest á auðgunarbrotum, innbrotum, þjófnaði og fölsunum, en
þau voru alls 286. Næst koma brot, sem flokkuð eru sem skemmdir og
spell, 88, því næst ölvunarbrot, 53, en ölvunarbrotin hafa nær tvöfald-
azt frá árinu áður. Kvenlögreglan hafði afskipti af 56 stúlkum á aldr-
inum 12—19 ára, einkum vegna útivistar, lauslætis, þjófnaðar og áfeng-
isneyzlu. Af framkvæmdum í þágu barnaverndarstarfsins er þetta
helzt: Tekin var í notkun viðbótarálma við Vöggustofu Thorvaldsens-
félagsins, nýtt fjölskylduheimili að Ásvallagötu 14 og skólaheimili
fyrir drengi að Tjarnargötu 35. Haldið var áfram undirbúningi að
rekstri sjúkradeildar fyrir börn og unglinga með geðræna sjúkdóma,
en deild þessi verður til húsa í hluta upptökuheimilis við Dalbraut.
Á árinu var unnið frekar að uppbyggingu fóstrunarkerfisins, þ. e. að
ráða til starfa einkaheimili, sem taka börn til dvalar um skamman
tíma allan sólarhringinn og í því sambandi unnið að því að koma á
reglugerð um vernd barna og ungmenna, ákvæðum um starfsemi þessa
og eftirlit með henni. Fóstrunarkerfið hefur þegar gefið ágæta raun,
og er fyrirsjáanlegt, að draga muni úr þörf fyrir uppbyggingu upp-
tökuheimila fyrir tilkomu þess.
Hjúkrunar- og líknarfélög.
Rvík. í Lágmúla 9 fara fram hóprannsóknir Hjarta- og æðasjúkdóma-
varnarfélags Reykjavíkur. Starfsemi leitarstöðvar Krabbameinsfélags
Reykjavíkur fer fram í húsi félagsins í Suðurgötu 22. Líknarfélagið
Vernd hefur starfsemi sína í tveimur húsum í Grjótagötu 14. Blindra-
félagið rekur heimili fyrir blinda að Hamrahlíð 17. Geðverndarfélagið
hefur byggt smáhýsi að Reykjalundi. Heyrnarhjálp hefur starfsemi að
Ingólfsstræti 16. Kvenfélagið Hringurinn hefur starfsemi að Ásvalla-
götu 1. Rauði Kross Islands hefur aðalstarfsemi sína að Öldugötu 4
og leggur til bifreiðar til sjúkraflutninga.
Vinnuheimilið að Reykjalundi.
Orsakir örorku vistmanna, sem innrituðust á árinu, voru:
Berklaveiki (eða afleiðing hennar) ......... 20 (7,0%)
Sjúkdómar í miðtaugakerfi................... 66 (23,1%)
Bæklanir (eftir slys, meðfæddar o. fl.) .... 61 (21,4%)
Lungnasjúkdómar (aðrir en berklar) .... 9 (3,2%)