Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Síða 144

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Síða 144
1969 142 — óvarkárni í lántökum, m. a. hjá manni, sem er meira og minna alþekkt- ur af óhagstæðum kjörum á lánum sínum. S. var ekki atorkusamur starfsmaður. Gat hann látið það eftir sér að sitja heima yfir sjón- varpi, þótt nóg væri vinna og brýn þörf fyrir peninga, og urðu í því sambandi og fleiru þess háttar ýmsar ýfingar og stirðleiki á heimilinu, sem hann gat þó velt af sér á einhvern yfirborðsþægilegan hátt, svo lítið varð úr. Úr peningavandræðum sínum vill S. ekki gera mikið, hann hefði verið langt kominn með að greiða bílinn, þ. e. leigubílinn, sem hann keypti seinna, og annað komið nokkurn veginn í horf fyrir aðstoð góðra manna. Þegar farið er hins vegar að athuga nánar, er helzt að sjá, að þessar greiðslur hafi aðallega verið með skuldabréfum, sem hann sé svo lítið farinn að snerta á til greiðslu, en þau munu nú reyndar nokkuð nýleg. Um sambúð á heimilinu á S. ekki nema gott eitt að segja. Efnileg börn og fyrirhafnarlaus og hafa alltaf verið það. Samkomulag milli hjónanna hið bezta og allt opið og einlægt þeirra á milli. Konan hefur alltaf verið vitandi um og hluttakandi í þeim erfið- leikum, sem hafa gengið yfir þá og þá, og fylgzt með í fjármálum að vild. Henni hefur stundum fundizt hann ekki halda nógu vel á pening- um, en um það hefur aldrei verið neinn meiri háttar ágreiningur, þau hafa bara talað sig niður á þetta hjónin. Og heimilið hafði alltaf það, sem það þurfti og bitnaði aldrei á því, þó að eitthvað harðnaði á daln- um. Það er eins og hann gleymi því alveg, að viðhaldi hússins á .. • • hafi aldrei verið hægt að sinna, eða a. m. k. verið sinnt, og að nú er loks búið að selja það á nauðungaruppboði vegna áhvílandi skulda, og það þó þrír fjölskyldumeðlimir, sem heima eru, séu í fullri vinnu. Virðist S. einmitt hafa þetta viðhorf til vandamála að gera lítið úr þeim eða afneita þeim með öllu, eins og reyndar hefur svo mjög komið fram í yfirheyrslum. Neitar hann öllu „kerfisbundið", hversu mjög sem líkur, framburður eða allt að því sannanir hrannast upp, svo hann neyðist til að láta undan síga að lokum. Þá er málum yfirleitt þannig háttað, að ekkert vantar nema játningu á þessu tiltekna atriði, til þess að það teljist að fullu upplýst. Um áhugamál fyrir utan starf sitt getur S. um fátt eitt. Hér áður hafði hann nokkurn áhuga á radíotækni, og hugðist koma sér í iðnnám, en þegar það tókst ekki, gufaði sá áhugi upp. Um áhuga sinn á dáleiðslu segir hann, að það hafi verið forvitm, sem kviknaði, þegar „Valdosa" var hér á ferðinni. Hafði hann orðið sér úti um nokkrar bækur um þessi efni, einkanlega vegna þess, að hann hafði heyrt, að með sjálfs dáleiðslu væri hægt að fá hvíld á stuttum tíma, sem væri á við margra tíma svefn. Satt bezt að segja hefði hann svo aldrei komizt neitt með þetta, aldrei náð neinum árangri og ekkert orðið nema bókalestur. Er það líka sennilegast, að það sé rétt hermt, því að til slíkra iðkana þykir þurfa meiri einbeitm en S. virðist eiginleg, einkanlega eigi menn að læra þetta af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.