Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 63
61
I. ÁRFERÐI OG ALMENN AFKOMA
Tíðarfarið var óhagstætt í sumarbyrjun og síðustu tvo mánuði ársins,
en annars að mestu hagstætt. Hiti var 1,0° undir meðallagi. Sjáv-
arhiti var 0,5° undir meðallagi á þeim 5 stöðvum, sem höfðu ársmeðal-
tal. Orkoma var 12% umfram meðallag. Sólskin mældist 1222 klst. í
Reykjavík, en það er 27 klst. undir meðallagi. Á Akureyri voru
sólskinsstundir 1162 eða 200 klst. fleiri en í meðalári.
Veturinn (desember 1972 - mars 1973) var sæmilega hagstæður, en um-
hleypingasamur. Hiti var 0,7° yfir meðallagi. Úrkoma var 41% um-
fram meðallag.
Vorið (apríl-maí) var hagstætt framan af, en óhagstætt er á leið.
Hiti var 0,7° undir meðallagi. Úrkoma var 93% af meðalúrkomu.
Sumarið (júní - september) var hagstætt að undanskildum fyrstu vikunum.
Hiti var 0,7° undir meðallagi. Úrkoma var 2% umfram meðallag. I
Reykjavík skein sól 21 klst. skemur en í meðalári, en á Akureyri voru
sólskinsstundir hvorki meira né minna en 131 fleiri en að meðaltali.
Haustið (október - nóvember) var hagstætt framan af, en óhagstætt er á
leið. Hiti var 2,7° undir meðallagi. Úrkoma var 14% umfram meðallag.1^
Þróun efnahagsmála: Efnahagsþróunin á árinu einkenndlst einkum af
áframhaldandi vexti framleiðslu og tekna, en jafnframt af vaxandi um-
frameftirspurn og mun örari verðhækkun innanlands en árin næstu á und-
an. Framleiðsluöflin voru fullnýtt þegar við upphaf ársins, og að
auki skertist framleiðslugeta nokkuð vegna áhrifa eldgossins í Vest-
mannaeyjum. Útflutningstekjur jukust engu að síður verulega, bæði af
völdum aflaaukningar og verðhækkunar sjávarvöruútflutnings. Þjóðar-
framleiðslan jókst um 5,9%, en aukning þjóðartekna varð hins vegar mun
melri, eða 9,9%, vegna bata viðskiptakjaranna við útlönd. Meðalmann-
1) Tekið upp úr Veðráttan, ársyfirliti sömdu af Veðurstofu íslands.