Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 154
152
Haukur Kristjánsson yfirlæknir gaf skýrslu um málið í sakadómi
Reykjavíkur hinn 26. nóvember 1970. Framburður hans er bókaður
á þessa leið:
"Honum er kynnt tilefni yfirheyrslunnar og hann er jafnframt áminnt-
ur um sannsögli.
Mætti kveðst vera forstöðumaður slysavarðstofunnar. Mætti kveðst
ekki hafa verið á slysavarðstofunni, þegar komið var með G. þangað
greint sinn. Eru því allar upplýsingar, sem mætti getur gefið um
málið, úr bókum slysavarðstofunnar og eftir viðtölum við þann, sem
um málið fjallaði þar á sínum tíma.
Mætti segir, að ... læknir, sem nú um nærri árstíma hefur verið í
Bandaríkjunum, hafi tekið á móti G. greint sinn og hafi hann einnig
látið flytja hann í fangageymsluna eftir skoðun. Vottorðið á dskj.
nr. 2 er úr sjúkrasjúrnal, sem færður er á meðan á skoðun stendur.
Hefur mætti skrifað undir það sem yfirmaður stofnunarinnar. Eftir
því sem mætti veit best, hafa ekki aðrir læknar haft með G. að gera
á slysavarðstofunni greint sinn. Mætti veit ekki, hvaða hjúkrunar-
fólk var á vakt greint sinn og telur mjög ólíklegt, að það sé hægt
að finna það út. Ekki veit mætti, hvernig G. var fluttur £ fanga-
gejmisluna. Mætti upplýsir, að ... aðstoðarlæknir borgarlæknis og
Ó.I-son læknir, muni hafa haft einhver afskipti af G. eftir að hann
kom í fangageymsluna."
Ó.I-son, læknir á Slysavarðstofu Reykjavíkur, gaf skýrslu um málið
í sakadómi Reykjavíkur 4. mars 1971. Framburður hans er bókaður á
þessa leið:
"Mætti kveðst hafa leyst af á bæjarvakt Læknafélags Reykjavíkur
sunnudagsmorguninn 4. ágúst 1968. Einhvern tíma milli kl. 10 og 12
kom beiðni um vitjun í fangageymsluna í Síðumúla. Þar var fyrir
G.S-son og lá hann þar á klefagólfi, ofurölvi og ósamvinnuþýður.
Svaraði hann ekki spurningum, heldur öskraði alls konar rugl út í
loftið. Skildist mætta, að G. hefði dottið inn um kjallaraglugga
niður á ...stræti nóttina á undan, ölvaður, og verið fluttur þaðan
í fangageymsluna eftir viðkomu í slysavarðstofunni. Kvartaði G. um
máttleysi í útlimum. Sakir ölvunar og ósamvinnuhæfni var alls kost-
ar fráleitt að gera neina skoðun á honum svo að gagni yrði. Var
því það ráð tekið, þar sem sýnt var, að öndun og hjartsláttur var
eðlilegt og maðurinn ekki í bráðri lífshættu að séð yrði, að gefa
honúm róandi sprautu, promazin, og láta þannig renna af honum svo
að skoðun yrði möguleg. Mætti vill þó taka fram, að við prófanir
á höndum og fótum fengust fram hreyfingar. Að þessu loknu var vakt
lögreglu látið í té framangreint álit og ráðlagt að leita læknis
aftur, þegar áhrif sprautunnar hefðu virkað og sjúklingurinn væri
orðinn rólegri. Mætti hvarf síðan á brott og hefur ekki síðan haft
afskipti af þessu máli."
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðster svars við eftirfarandi spurningum:
1. Hvort læknaráð telji, að unnt hafi verið að framkvæma fullnægj-
andi læknisskoðun, þegar svo var ástatt um stefnanda vegna ölvun-
ar, eins og fram er komið, að var, þegar skoðun fór fram 4. ágúst
1968?