Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 130
128
Af þeim var um helmingur talinn góður, en hin ýmist gölluð eða ónot-
hæf, og þurfti að nota klór, til þess að vatnið yrði nothæft.
í ágúst var hafið reglulegt eftirlit með fúkalyfjum í mjólk, sem
berst mjólkursamlagi KEA á Akureyri. Einnig fer fram slík athugun
í Reykjavík hjá Mjólkursamsölunni, en um þær rannsóknir liggja ekki
fyrir tölur frá árinu. Á töflu IV sést niðurstaðan af rannsóknum á
Akureyri. 1 hinni nýju mjólkurreglugerð eru ströng ákvæði um, að
ekki megi nota eða selja mjólk, þar sem fúkalyf hafa verið notuð vegna
sjúkdóma í kúnum, fyrr en ákveðinn tími er liðinn eða rannsókn hefur
gefið neikvæða niðurstöðu.
Á töflu III sést niðurstaða rannsókna á matvælasýnum, og kemur í ljós,
að mjög er misjafn sauður í mörgu fé. Víða er ástandið í matvælafram-
leiðslu mjög slsant, eins og áður hefur verið getið, og er um eða yfir
helmingur sýnanna ónothæfur með öllu til neyslu í nokkrum tilfellum,
sérstaklega neysluvatn, matarís, rjómakökur eða bollur, hráar kjöt-
vörur og álegg, salöt og sósur. Er augljóst, að gera þarf mikið átak
til þess að bæta matvælaframleiðsluna í landinu, en það verður ekki
gert riema með auknu eftirliti og bættri aðstöðu til eftirlits. Er
mjög aðkallandi, að komið verði upp sérstakri eftirlitsstofnun til
þess að annast rannsóknir á sýnum og leiðbeina mönnum um töku sýna.
Þetta mál hefur lengi verið á döfinni. Hingað til hefur Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins haft allan veg og vanda af rannsóknum sýna, en
þó er langt frá því, að hún hafi getaðtekið við öllum þeim sýnum, sem
æskilegt hefði verið að rannsaka.
Að lokum 6r rétt að geta þess, sem getið hefur verið í fyrri árs-
skýrslum, að á meðan ástandið í skolpmálum er eins slæmt og raun ber
vitni, er e.t.v. ekki að búast við því, að unnt verði að framleiða
betri matvöru en nú er gert.