Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 158
156
"Samkvæmt beiðni ... lögfræðings, hef ég undirritaður gert mér
ferð á frystihús Útgerðarfélags Akureyringa til athugunar á fiski-
kláfi, sem þar er staðsettur. Umræddur kláfur leikur aðalhlutverk
í slysi, sem mér er tjáð, að hafi gerst í þessu húsi í mars 1969,
þá er H.S.-dóttir, f. ... 1912, ... götu, Akureyri, varð fyrir
þessu tæki við vinnu sína.
Skv. því er H. fortelur, var kláfurinn á ferð í áttina að stjórn-
anda sínum, en hún þar á milli og teygði sig eftir fiski í borð
það,. sem undir honum liggur. Rótti hún sig upp í þann mund og
skúffa kláfsins var komin að henni og rak við það höfuðið í hlið
hans og varð af allmikið högg. Ekki er af frásögn H. ráðið, hve
þungt þetta högg hefur verið, en áverki hennar byggist auðvitað að
miklu leyti á, hve snöggt hún hefur risið upp, og undir hvaða horni
hún rekur sig í kláfinn. Uppgefið er á frystihúsinu, að hann sé
fremur kraftlaus og auðvelt sé að stöðva hann.
Eftir að ég hef farið á staðinn og kynnt mér þennan kláf og aðstæður
allar frá flestum hliðum, hef ég komist að eftirfarandi niðurstöðu:
"Jafnvel þótt títt nefndur kláfur sé hægfara, fremur léttur tómur
og uppgefinn kraftlaus, er ekki svo auðvelt að stöðva hann með höfði
og hálsi, en þetta atriði reyndi ég. Einnig er víst, að sé skúffan
á hreyfingu í áttina til persónu, sem rís upp á móti (í áttina til),
þá getur orðið af þessu allmikill skellur eða áverki. Þessi hreyf-
anlegi kassi er gerður úr málmi með nokkuð skörpum brúnum, sem
virka merjandi."
Ef rétt er skýrt um aðdraganda og gang slyssins, finnst mér allnokk-
ur áverki nær viss hjá umræddri konu."
Loks liggur fyrir vottorð ... læknis, Akureyri, dags. 20. sept. 1971,
svohljóðandi:
"Sjúklingurinn leitaði til mín 19. maí 1969 vegna truflunar á sjón
og óþægindum frá höfði, sem hún sagðist hafa fundið til eftir slys
og höfuðhögg, sem hún varð fyrir í mars 1969. Var hún þá mjög miður
sín á taugum, sagðist ekki þola birtu í augun og gengi því með sól-
birtugleraugu. Var tal hennar mjög truflað, þar sem hún stamaði
mikið.
Augnskoðun þá: Sjónskerpa með bestu glerjaleiðréttingu.
Hægra auga: 20/25 Vinstra auga: 20/25
Augnhreyfingar og ljósopasvaranir voru eðlilegar. Sjónsvið gróft
prófuð eðlileg. Central svið: Innan eðlil. marka. Augnþrýstingur
10/7. 5 á hvoru auga. llmm/Hg eða eðlil. Augnbotnaskoðun sýndi
moderat arteriolar sclerosis eða herðingu og hrörnun á hinum fíngerðu
slagæðum augnbotnanna ("byrjandi kölkun"). Annað sást ekki óeðlil.
eða umtalsvert, sérstaklega sáust engin merki um bjúg eða þrýsting
frá heila.
Augnskoðun 15. október 1969: Sjónskerpa með moderat fjærsýnisleið-
rettingu á baðum augum:
Hægra: 20/25 og vinstra: 20/25, og voru henni ráðlögð gleraugu með
þessari leiðréttingu í, til að ganga með. Augnskoðun að öðru leyti
samhljóða þeirri fyrri.