Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 195
193
1 málinu liggur fyrir vottorð rannsóknarstofu í lyfjafræði ydð
Háskóla íslands, dags. 12. nóvember 1969, um bruna alkóhóls í líkama,
undirrituð af prófessor Þorkeli Jóhannessyni, svohljóðandi:
"1. Alkóhól brennur í likamanum með nokkuð jöfnum hraða, er nálgast
að vera 0,1 g/kg/klst. hjá körlum.
2. Ef tekið er tillit til þessa, má ætla, að karlmaður, sem er 70 kg
að þyngd, hafi brennt um það bil 5 g af alkóhóli á 45 mínútum.
3. Ef magn alkóhóls í blóði manns er ca. 0.60 o/oo, má reikna^með,
að magn alkóhóls í blóðinu hafi verið ca. 0.70 o/oo 45 mínútum
fyrr."
Stefndi F.L-son skýrir svo frá áfengisneyslu sinni, að hann hafi,
áður en hann lagði af stað í ferðalag það, sem um ræðir í málinu,
keypt eftirtalið áfengi í útsölu ATVR í Keflavík: 3 fl. whisky,
4 fl. vodka 45%, 1 f1. líkjör og 1. fl. dubonnet. Hann kveður allt
áfengið hafa verið geymt í farangursgeymslu bifreiðarinnar nema
dubonnet-flöskuna, sem geymd hafi verið inni í bifreiðinni.
Hann kveðst fyrst hafa drukkið úr síðast-nefndri flösku um kl. 22:00
að kvöldi 2. júlí skammt frá Bifröst í Borgarfirði og þá einn sopa
óblandaðan. Annan sopa kveðst hann hafa drukkið nálægt Fornahvammi,
hinn þriðja á sunnanverðri Holtavörðuheiði, hinn fjórða þegar hálf-
tíma akstur var eftir að Blönduósi og fimmta og síðasta sopann við
sölubúð rétt sunnan við Blönduós, en þá hafi klukkan verið 00:30
aðfaranótt 3. júlí. Á fyrrgreindu tímabili telur hann sig hafa drukk-
ið 1/4 hluta af innihaldi flöskunnar. Hann kveðst ekki hafa fundið
til áfengisáhrifa við þessa neyslu né heldur við aksturinn, en hann
tók við stjórn umræddrar bifreiðar rétt við Blönduós.
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðst er umsagnar læknaráðs um eftirtalin atriði:
1. Fellst læknaráð á framangreint vottorð Rannsóknarstofu í lyfja-
fræði? Ef ekki, hvert er álit læknaráðs á sama efni?
2. Hve mikið magn "reducerandi" efna má ætla, að verið hafi í blóði
F.L-sonar, er hann hóf akstur bifreiðarinnar Ö... á Blönduósi um
kl. 00:30 hinn 3. júlí 1971?
3. Telur læknaráð, að skýrslur F.L-sonar um áfengisneyslu hans sam-
rýmist niðurstöðu blóðrannsóknarinnar?
Tillaga réttarmáladeildar um
Alyktun læknaráðs:
Ad 1: Já, að því tilskildu, að í 3. lið vottorðsins sé átt við
jafnþungan mann og um er að ræða í 2. lið.
Ad 2: Þar eð ekki liggja fyrir upplýsingar um þyngd F.L-sonar, verð-
ur ekki áætlað, hve mikið magn "reducerandi" efna hafi verið í blóði
hans á umræddum tíma.