Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 184
182
Meltingarkerfi: 1 munni, koki og vélinda er talsvert af blóði.
í vélinda eru tvö stungusár eins og áður er lýst. Þegar blóð hefur
verið hreinsað af vélindaslímhúð, er hún eðlil. að sjá.
í maga eru 50 ml af blóði, en í maganum eru engin sár eða æxli,
(eins og áður segir kastaði J. tvisvar sinnum upp rétt áður en hann
lést). Ekkert athugavert er að finna við mjógirni eða digurgirni.
Botnlangi er til staðar og er eðlil.
Lifur vegur 1315 g og er eðlil. að sjá, bæði á yfirborði og í gegn-
skurði.
Gallblaðra er eðlii. og í henni eru um 10 ml af þunnu galli. Ytri
gallveggir opnir og eðlil. Briskirtill eðlil. að sjá, bæði á yfir-
borði og í gegnskurði.
Þvag- og kynfæri: Hægra nýra vegur 100 g og v. nýra einnig ÍOO g.
Hýði eru nokkuð þétt á yfirborði, en yfirborð beggja nýrna er slétt.
Á gegnskurði eru takmörk á milli cortex og medulla alls staðar skörp
og ekki að sjá sjúklegar breytingar á nýrnavefnum. Calyces,
pelves og ureteres eðlil. í þvagblöðru eru 70 ml af tæru þvagi.
Þvagblöðruslímhúð er eðlil. Blöðruhálskirtillinn er ekki stækkaður.
Ekkert athugavert að sjá við vtri kynfæri.
Blóðvefja- og lymphukerfi : Miltið vegur 120 g og er eðlil. bæði á
yfirborði og í gegnskurði. Áberandi eitlastækkanir finnast ekki.
Hryggur var ekki höggvinn upp.
Innkirtlakerfi: Skjaldkirtill vegur 13 g. Báðir skjaldkirtilslappar
eru jafnir að stærð og hnútalausir. Kalkkirtlar ekki stækkaðir.
Hægri nýrnahetta vegur 4,5 g og vinstri nýrnahetta einnig 4,5 g og
eru þær báðar eðlil.
Miðtaugakerfi: Ekkert athugavert að finna við höfuðleður, kúpubein
eða heilahimnur. Heilinn vegur 1560 g og er hann eðlil. að sjá
bæði á yfirborði og í gegnskurði.
Samkvæmt réttarefnafræðilegu mati, framkvæmdu af prófessor ...,
reyndist magn alkóhóls í blóði vera 2,20 o/oo og í þvagl 2,90 o/oo,
og hefur maðurinn því verið ölvaður er hann lést.
Niðurstaða: Dánarorsök mannsins hefur verið lost af völdum blóðmiss-
is, en blæðingin kemur frá stungusári, sem náði inn í miðmætið
(mediastinum). Stungusár þetta (ofan vinstra viðbeins) gæti hafa
verið veitt með oddmjóu blaði skæra þeirra, er að framan er lýst.
Stefna stungusárs þessa (sjá lýsingu að framan) bendir til þess, að
maðurinn hafi annað hvort setið eða staðið, er honum var veitt það,
og persónan, sem áverkann veitti, hafi staðið aftan við manninn.
Stungusárið á hálsi og stungusárið á vinstri öxl höfðu ekki snert
neinar stærri æðagreinar, og blæðing frá þeim mun ekki hafa verið
mikii."
Geðheilbrigðisrannsókn fór tvisvar fram á ákærðu. Rannsóknin fór í
fyrra skiptið fram á Kleppsspítala en í síðara «kiptið í fangelsinu
í Síðumúla og var framkvæmd af ólafi Jóhanni Jónssyni deildarlækni.
Skýrslan um fyrri rannsóknina er dagsett 15. maí 1974 og hljóðar svo: