Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 192
190
Kemur það vel heim og saman við áðurnefnda sjúkdómsgreiningu,
gomerulonephritis chronica, sem er reyndar vafalaus.
Hér er því um að ræða mjög alvarlegan nýrnasjúkdóm á chronisku stigi,
með secunder breytingum á æðakerfi og hjarta sem afleiðingu. Starfs-
þrek slíkra sjúklinga er að sjálfsögðu mjög minnkað, og þeim nauðsyn-
legt að forðast bæði andlega og líkamlega áreynslu, svo sem framast
er unnt."
3. Örorkumat ..., sérfræðings í húðsjúkdómum, dags. 29. janúar 1975,
svohljóðandi:
"Meiðsli á skemmtisamkomu á Hellu á Rangárvöllum 8. júlí 1967, en
samkvæmt upplýsingum frá slasaða og lögregluskýrslu, sem fyrir ligg-
ur, lenti S. í átökum við lögreglumenn þar og hlaut brot á vinstri
framhandlegg.
Stefán Guðnason tryggingayfirlæknir gerði örorkumat 11. febrúar 1970
vegna þessa slyss, og leyfi ég mér að vísa til þess varðandi læknis-
vottorð, sem þá lágu fyrir um rannsóknir og meðferð.
Undirritaður hefur kynnt sér heilsufar og sjúkrasögu S. og stuðst
við þá dagála, sem liggja fyrir yfir legur hans á sjúkrahúsum.
í janúarmánuði 1954 lenti S. í bifreiðaslysi með þeim hætti, að
bifreið ók aftan á hann, þar sem hann var á gangi á götu ásamt eigin-
konu sinni, sem slasaðist einnig. Hann var lagður inn á handlækn-
ingadeild Landspítalans og kom þar í Ijós blæðing frá vinstra nýra.
1959 var hann lagður inn á Landakotsspítalann vegna hálsbólgu og ein-
kenna um nýrnabólgu. Sama ár var hann lagður inn á lyflækningadeild
Landspítalans vegna nýrnabólgu. Hann var lagður aftur inn á sömu
deild Landspítalans 1966 af sömu ástæðum, og hækkaðs blóðþrýstings.
Sama ár lá hann enn á sömu deild vegna lungnabólgu.
Athyglisvert er, að hvergi í þessum dagálum kemur fram, að hreyfigeta
í vinstri olnboga hafi verið hindruð, en vitað var, að 1938 hlaut S.
byltu og brotnuðu báðir handleggir, báðar pípur hægri framhandleggjar,
og vinstri um olnboga, og í dagál frá lyflæknisdeild Landspítalans
1959 kemur fram, að brotin greru vel, og engar function truflanir
komu fram. Þá er ekki óeðlilegt að ætla, að það hefði komið fram í
dagál handlæknisdeildar Landspítalans eftir bifreiðarslysið 1954 ef
hreyfingar-hindranir hefðu verið fyrir í extremitetum, en yfirleitt
kemur fram í áðurnefndum dagálum, að ekkert sé athugavert við útlimi,
og hreyfingar í öllum liðum séu eðlilegar.
Þá hef ég fengið umsögn ..., röntgensérfræðings á röntgendeild St.
Jósepsspítalans, Landakoti, dags. 22. janúar 1975, svohljóðandi:
Umsögn um gamlar myndir af vinstri framhandlegg og olnboga:
"Af þessum sjúklingi eru teknar myndir nokkuð oft á tímabilinu
10. júlí 1967 til 20. janúar 1969. Sérmyndir af vinstri olnboga
eru þá aðeins teknar einu sinni, þ. 3. júní 1969.
Við fyrstu skoðun þ. 10. júlí 1967 sést skábrot á ulna sin. neðan
við miðja diafysuna, og er sæmilega góður situs á brotstaðnum. Við
kontrol skoðun þ, 14. júlí 1967 hefur brotið í ulna verið fest með
mergholsteini, sem fer vel. Dálítið fragment sést dorsalt.