Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 171
169
að barnið Á. var ekki heilbrigt, og telja foreldrarnir, að ástæðan
til vanheilinda þess sé sú, að móðirin fékk rauða hunda á meðgöngu-
tímanum.
1 málinu liggja fyrir ýtarleg læknisvottorð um móður og barn, og
6 læknar hafa komið fyrir dóm sem vitni. Hér verða rakin helstu
atriði varðandi spurningu þá, sem beint er til ráðsins.
Hinn 29. jánúar 1964 sótti S.A-dóttir, f. ... 1942 um, að heimilað
yrði skv. ákvæðum laga nr. 16/1938, að eyða fóstrl, sem hún gekk
með. Umsóknin var studd vottorði þáverandi heimilislæknis hennai
..., dags. 30. s.m. í vottorði læknisins segir m.a. svo:
"Konan er I. para. Partus 15. mars 1963. Vel hraust alla tíð.
Síðasta eðlil. menstruation 16. nóvember 1963. Veiktist þ. 21. jan.
1964 með typiskum rubella-einkennum. Útbrot frá 21. -24. janúar.
Hraust og eðlileg í framkomu. Stet. cordis er pulm. eðlil.
Vaginal exploration (29. janúar): Portio livid Uterus antefl.
stækkaður og samsvarar 7-8 vikna gravitatis.
Þvagrannsókn: A S P +
Blóðþrýstingur: 110/70. Blóðrauði: Spencer 88%.
Sjúkdómsgreining (ástæður): Rubella in graviditate."
Læknirinn telur heilbrigðisástand þannig, að ekki stafi hætta af
sjalfri framkvæmd aðgerðarinnar. Loks kveðst hann hafa leiðbeint
umsækjanda um eðli aðgerðarinnar, í hverju hún sé fólgin og hvaða
afleiðingar hún hljóti að hafa og geti haft. Fram kemur, að vott-
orðsgefandi sá umsækjanda meðan hún var sjúk af rubella.
Landlæknir veitti leyfi til, að fóstureyðingaraðgerð yrði framkvamnd
á fæðingardeild Landspítalans af læknum deildarinnar. Nefnd sú,
er um umsóknina fjallaði, samþykkti aðgerðina samhljóða. Leyfið
er dagsett 13. febrúar 1964.
Umsækjandi var lögð inn á fæðingardeild Landspítalans hinn 21. febr.
1964. Voru þar gerðar venjulegar ráðstafanir til undirbúnings skurð-
aðgerðar, en þegar til átti að taka, var hætt við aðgerðina á þeim
forsendum, að sjúklingi gæti að mati yfirlæknis deildarinnar stafað
hætta af aðgerðinni, þar eð fóstrið væri orðið of gamalt.
I vottorði ... annars vegar og sjúkraskrá fæðingardeildar hins vegar
er misrsemi í aldursákvörðun fósturs, sem að sögn hlutaðeigandi aðila
stafar af því, að ... kveðst hafa miðað við getnaðartíma, en læknar
fæðingardeildar við upphaf síðustu reglulegra blæðinga.
Eins og áður segir, ól konan barn sitt hinn ... ágúst 1964. Fyrir
liggur ódagsett skýrsla ... barnalæknis í sambandi við hópskoðun
barna með rubella syndrome, fædd 1964, dskj. nr. 16, svohljóðandi:
"Móðirin var 21 árs grav. III, para I, þegar drengurinn fæddist.
Hún missti fóstur 1960, komin 2g mán. á leið. Móðirin fékk rauða
hunda að sögn á 5.-6. viku meðgöngutímans, en heilsufar var að
öðru leyti gott á meðgöngutímanum. Hún fékk leyfi til fóstureyðingar
og var lögð inn á Landspítalann, til þess að framkvæma þessa aðgerð,
en var synjað, að sögn, um aðgerðina á þeim forsendum, að hún væri
komin lengra á leið en hún sagði til um.