Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Side 142

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Side 142
140 Framtíðarstefnumótun Með hliðsjón af útgjaldaþróun síðustu ára og þeim áformum sem eru uppi um aukna sjúkrahúsþjónustu, heilsugæslu og aðra starfsemi heil- brigðiskerfisins, er ljóst, að útgjöld vegna heilbrigðismála munu sennilega vaxa örar á næstu tíu árum en á síðasta áratug. Ef svo heldur fram sem horfir, er þess ekki langt að bíða að hlutfall út- gjalda vegna heilbrigðismála verði komið upp í 10% af vergri þjóð- arframleiðslu. Það er því fyrirsjáanlegt að flytja verður mikið fjármagn frá öðrum greinum þjóðarbúskaparins til heilbrigðiskerfis- ins. Þessi þróun mun ekki aðeins vekja upp kröfur um skipulegri vinnu- brögð og áætlunargerðá sviði heilbrigðismála, heldur verður áreið- anlega krafist endurskoðunar á ríkjandi stefnu. Ef dæma má eftir reynslu í nágrannalöndunum, er ekki ólíklegt að áhersla verði lögð á betri nýtingu og meiri sparnað í rekstri sjúkrastofnana til þess að unnt verði að veita meira fjármagni til heilsugæslu, sérstaklega til heilsuverndar. Slík stefnumótun er ekki neitt skammtímaúrræði vegria efnahagserfiðleika, heldur framtíðarverkefni allra landa þar sem bilið milli núverandi þjónustu og þeirrar þjónustu sem álitin er æskileg fer vaxandi. Fram að þessu hafa heilbrigðisyfirvöld ekki unnið skipulega að áætlunargerð og stefnumótun í heilbrigðismálum. Á undanförnum árum hafa hins vegar verið teknar saman nokkrar skýrslur sem líta má á sem fyrsta vísi að áætlunargerð á þessu sviði. Þessar skýrslur hafa síðan verið lagðar til grundvallar við umræðu og ákvarðanir í heil- brigðismálum. Þær upplýsingar sem þar koma fram nægja samt ekki til þess að gera raunhæfar áætlanir og móta stefnu, og þyrfti til þess meiri vitneskju um sjúkrahúsþjónustu og heilsugæslu en nú er völ á. Við notkun á stöðlum um þjónustuþörf sem byggðir eru á erlendum fyrirmyndum verður ennfremur að gæta mikillar varkárni, vegna þess að slíkar viðmiðanir eru ekki raunhæfar nema um sambæri- legar aðstæður sé að ræða. Á næstu árum er því nauðsynlegt að afla meiri upplýsinga og jafnvel taka upp ný upplýsingakerfi fyrir sjúkrahúsþjónustu og heilsugæslu, ekki aðeins til þess að hafa skipulegri stjórn á þróun útgjalda, heldur til þess að unnt sé að móta samræmdari og markvissari stefnu í heilbrigðismálum. Þá verður að endurskoða og skilgreina betur ýmsa þætti núgildandi laga um heilbrigðisþjónustu. Og x reglugerð verður m.a. að kveða nánara á um markmið heilbrigðisþjónustu og viðmiðanir um æskilega þjónustu á ýmsum sviðum, því að almenn ákvæði laga má oft túlka á mismunandi hátt. Hverjum þjónustuþætti verður að setja æskilega viðmiðun um fyrirkomulag og umfang reista á inn- lendum rannsóknum og erlendum hliðstæðum, ef þær eru sambærilegar. Þannig er nauðsynlegt að ákvarða nánar staðal vistunarrýmisþarfar heilbrigðisstofnana, heppilega stærð og staðsetningu heilsugæslu- stöðva og tilhögun annarrar þjónustu, eftir því sem unnt er. Með öðrum orðum þarf að vera til víðtæk heilbrigðismálaáætlun, sem leggja verður til grundvallar við alla meiri háttar ákvörðunartöku og röðun framkvæmda í heilbrigðismálum. Það merkir þó ekki að hægt sé að setja fram algilda áætlun í þessum málum, heldur hlýtur slík áætlun og einstakir þættir hennar að vera í stöðugri endurskoðun í ljósi reynslu og vaxandi þekkingar á andlegum, líkamlegum og félagslegum vandamálum. Janúar 1977
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.