Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 156
154
1 málinu liggja fyrir þessi læknisvottorð:
1. Örorkumat Stefáns Guðnasonar tryggingayfirlæknis, dags. 18. maí
1971, svohljóðandi:
"Örorka: 65% frá 1. maí 1970."
2. Örorkumat sama læknis, dags. 20. desember 1971, svohljóðandi:
"Slasaða var að vinna í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa,
er hún varð fyrir kláf og slasaðist. Hún hætti strax vinnu og fór
til læknis daginn eftir.
1 vottorði ... læknis, Akureyri, dags. 2. ágúst 1969, er greind
fractura cranii, commotio cerebri, haematoma subdurale?
Psychoneurosis. Hún lá í F.S.A. 4. -19. maí 1969."
Fyrir liggur vottorð ... læknis, Reykjavík, dags. 26. nóvember 1970,
svohljóðandi:
"Ofannefnd kona varð fyrir höfuðslysi í marsmánuði 1969. Segist
ekki hafa misst meðvitund, en fékk slæman höfuðverk og uppköst.
Lagaðist ekki og hafði margbreytilegar kvartanir. í maí 1969 var
hún rannsökuð á F.S.A. Sjúkdómsgreining sjúkrahússins: Commotio
cerebri seq. Fractura cranii ossis temp. et parietalis sin. Psycho-
neurosis. Haematoma subdurale?
Vegna erfiðleika að átta sig á ástandi sjúklings, var hún lögð inn
á taugasjúkdómadeild Lsp., þar sem hún lá á tímabilinu 27. maí -
7. júní 1969 undir diagnosunni contusio cerebri seq. Psychoneurosis.
Vegna hemisymptoma var gerð v.carotis-communis angiografi, sem var
eðlilegt. EEG: Eðlilegt. Geðtruflun kom fram og var konan sett á
tbl. trilafon. Eftir að hún útskr. frá deildinni, var líðan hennar
í stórum dráttum óbreytt. Hún kvartar yfir æðaslætti í höfði, höfuð-
verk, jafnvægisleysi, lélegu minni, erfiðleikum við að einbeita sér
og taltruflun, lélegri heyrn og suðu fyrir v. eyra, kekki í hálsi og
stundum köfnunartilfinningu og stundum máttleysi í höndum. 1 mars
1970 var hún tekin inn á taugasjúkdómadeild Lsp. á nýjan leik til
frekari athugunar. Lá hún þá á deildinni undir diagnosunni psycho-
neurosis hysterica + contusio cerebri seq.
Neurolog status í mars 1970: Taltruflun, sem líkist stami, mismun-
andi mikil og getur einnig horfið algjörlega. Grófur kraftur hand-
leggja mjög mismunandi. Létt andlits asymmetry, þar sem hún hreyf-
ir h.kinn og munnvik verr en vinstra megin. Annað eðlil. EEG: eðli-
leg. Röntgencranium: Smá slímhimnuþykkni á botni v.sinus maxillaris,
annað eðlil. Encephalografi: Cortical structur nokkuð grófur,
a.ö.l. eðlil. Mænuvökvi eðlil.
Geðathugun í mars 1970: Sérkennilegur persónuleiki, sem ekki er unnt
að tengja við geðsjúkdóm. Fram kemur, að sjúkllngur hefur átt við
vandkvæði að stríða fyrir slysið, haft vanmáttakennd, persónuleg
vandkvæði. Eftir slysið verið algjörlega óvinnufær og misst trú og
traust á sjálfri sér.
Sálfræðileg rannsókn í mars 1970: (Wechsler, Bender, HFD, Rorschach)
Flestir þættir eru langt undir meðallagi, en tilburðir þess eðlis,
að ómögulegt er að treysta því, að prófið gefi rétta mynd af getu
konunnar. Allgott minni á lærða hluti, en hins vegar gat hún ekki