Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 141
139
Tafla 3. Útgjöld fall af vegna heilbrigðismála á vergum þjóðartekjum.1) Norðurlöndum sem hlut-
1966 1970 1973
Danmörk . 4,9 6,1 6,6
Finnland 3,5 4,3 5,2
ísland .. 2,7 4,1 4,5
Noregur . 3,7 5,8 7,3
Svíþjóð . 5,3 7,6 8,3
Þrátt fyrir sambærilegar þjóðartekjur á Islandi og á hinum Norður-
löndunum hefur útgjaldamunur milli þeirra og íslands ekki minnkað
á þessum árum. ' Lægra kaupgjald og hlutfallslega færra heilbrigðis-
starfsfólk, annað en læknar, hér á landi borið saman við ofangreind
lönd skýra að miklu leyti þennan mun, sem reyndar hefur stóraukist
miðað við Noreg og Svíþjóð. Frá árinu 1973 hafa útgjöld vegna heil-
brigðismála vaxið hröðum skrefum í öllum þessum löndum. Hlutfall
íslands árið 1975 var um 6% af vergum þjóðartekjum miðað við þær
tölur sem liggja fyrir um útgjöld vegna þessa málaflokks.
A það skal bent að alþjóðlegur samanburður á útgjöldum vegna heil-
brigðismála, hvort sem miðað er við þjóðartekjur eða útgjöld á íbúa,
er að áliti margra ónákvæmur mælikvarði á árangur heilbrigðisþjón-
ustu. 1 bókinni "Health Care: Growing Dilemma" er t.d. bent á að
Bandaríkin og Þýskaland verji mun meira fjármagni til heilbrigðis-
mála en Bretland, en engu að síður er dánarhlutfall eftir aldurs-
flokkum mun lægra í Bretlandi en í þessum tveim löndum. Við saman-
burð á milli landa er ennfremur talið ógerlegt að líta á útgjöld
vegna heilbrigðismála sem einangraðan þátt, heldur verður einnig að
taka tillit til fleiri þátta, s.s. heildarskipulags heilbrigðisþjón-
ustu, íbúatölu, efnahagslegra og félagslegra skilyrða, ef draga á
raunhæfar ályktanir.
1) Hér er um að ræða útgjöld vegna:
1. Sjúkratrygginga (Sygeforsikring og tilsvarende ydelser).
2. Opinberrar heilbrigðisþjónustu (Offentligt sundheds- og
sygehusvæsen).
3. Forsjár vangefinna (Andssvageforsorg).
4. Tannlækningaþjónustu (Tandpleje).
2) A.m.k. árin 1973 og 1974 voru þjóðartekjur á mann svipaðar
á Islandi og í Noregi,Danmörku og Svíðþjóð (1974).