Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 124
122
Mæðra- og ungbarnavernd á heilsu-
verndarstöðvum utan Reykjavíkur
Barnshafandi Heimsóknir
konur Börn hjúkrunark.
til ungbarna Aldur
Ein- Skoð- Ein- Skoð- Ein- Skoð- barna
stakl. anir stakl. anir stakl. anir (ar)
Akranes Engi n skýrs la bar st
ísafj 126 493 579 1243 ? ? 0-8
Akureyri 476 2490 640 1659 276 1536 0-7
Neskaupstaður . . 43 204 226 462 ? ? 0-7
Selfoss 189 798 119 1130 ? ? ?
Hafnarfj 192 1165 1225 3839 394 1766 0-9
Kópavogur 64 286 836 2046 369 1783 ?
LÆKNAMIÐSTÖÐVAR
Akureyrar. Læknamiðstöðin á Akureyri tók til starfa 17. sept. að
Hafnarstræti 99. Bær og ríki kostuðu innréttingu ásamt stærri hús-
gögnum, útbúnað í afgreiðslu, biðstofu og rannsóknarstofu. Þar er
vinnuaðstaða fyrir 6 lækna samtímis, og hefur hver 2 herbergi.
Afgreiðsla með biðstofu, ritara- og símaþjónustu er sameiginleg, enn-
fremur rannsóknarstofa með einfaldari tæknilegum útbúnaði, en starfs-
lið þar sér einnig um sýnatöku fyrir rannsóknir, sem þarf að fá gerð-
ar annars staðar. Röntgenþjónustu annast sjúkrahúsið á Akureyri.
Allir heimilislæknar á Akureyri að einum undanskildum fluttu inn sam-
dægurs, hver með sinn sjúklingahóp, spjaldskrá og vinnuaðferð. Reynt
hefur verið að raða vlðtals- og símatímum þeirra til þess að fá sem
jafnast álag á símakerfi og biðstofu, en að öðru leyti ræður hver
sínum starfsháttum. Spjaldskrá er ekki sameiginleg, en læknar mega
leita upplýsinga hver í annars spjaldskrá. Læknar þessir sinna heim-
ilislæknisstörfum fyrir um 12.500 manns, en þarna hefur líka farið
fram mæðra- og ungbarnaeftirlit og berklavarnir, og þarna er leitar-
stöð fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar. Tilgangur með stofnun stöðvar-
innar var að veita betri þjónustu, nýta betur starfskrafta og auka
líkur á að fá lækna til starfa. Vinna á rannsóknarstofu er meiri og
betri en læknar höfðu búið við áður og betri en líkur eru til, að
efnt hefði verið til fyrir einn og einn lækni. Af þessu hefur leitt,
að læknar hafa losnað við ýmsa vinnu, sem þeir unnu áður sjálfir, þeir
fá meiri tíma til að sinna sjúklingunum, sjúklingar fá fjölbreyttari
þjónustu á einum og sama stað og í einni ferð. Afgreiðsla í síma og
á biðstofu hefur batnað, biðtími er styttri, símaþjónusta stöðug frá
kl. 9-5, og læknir er alltaf við. Gallar hafa að sjálfsögðu komið