Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 180
178
X
f. ... 41
Barn
f . . . ./9 64
Aðalfl. Undirfl.
C D E c
MN + + - +
K+ Hp 2-1
A^ MN + + - +
K+ Hp 2-2
Alyktun: Rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið, útiloka ekki Y2
frá faðerni barns X."
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að óskað er umsagnar um, hvor hinna tveggja varnaraðila sé líklegri
til að, vera faðir barns þess, er sóknaraðili ól ... september 1964,
eða hvort annar þeirra geti verið útilokaður frá faðerninu.
Við meðferð málsins í réttarmáladeild vék prófessor dr. med. ölafur
Bjarnason sæti, en í stað hans kom dr. med. Gunnlaugur Snædal, sér-
fræðingur í kvensjúkdómum.
T
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja, voru síðustu blæðingar
sóknaraðila 11. -13. desember 1963, en konan fæðir barnið ... sept.
1964, þ.e. eftir 41 viku meðgöngu. Stærð og lengd barns svarar
hins vegar fremur til 37 vikna meðgöngu, sem bendir til, að frjóvg-
un hafi átt sér stað seint í janúar eða í byrjun febrúar. Fyrir-
liggjandi vottorð frá kvensjúkdómalækni styður það einnig.
Hafi verið um að ræða samfarir í janúar eða febrúar 1964, telur
læknaráð líklegra, að þær hafi leitt til getnaðar fremur en umgetn-
ar samfarir 27. desember 1963.
Hvorugan aðilann er þó unnt að útiloka sem barnsföður eftir þeim
gögnum, sem fyrir liggja.
Hins vegar telur læknaráð rétt að vekja athygli á því, að á síðustu
árum hafa komið fram nýjar rannsóknir á blóðsýnum, sem komast mun
nær því en áður var kleift að útiloka faðerni.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 26. júní
1975, staðfest af forseta og ritara 12. nóvember s.á. sem álitsgerð
og úrskurður læknaráðs.