Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 178
176
inn hafi smitast af rauðum hundum á fósturskeiði. Yfirgnæfandi
líkur eru til þess, að vanheilindi drengsins séu afleiðing þeirr-
ar smitunar.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 10. okt.
1974, staðfest af forseta og ritara 13. nóvember s.á. sem álitsgerð
og úrskurður læknaráðs.
1/1975
Bæjarfógeti Keflavíkur hefur með bréfi, dags. 8. maí 1974, leitað
umsagnar læknaráðs í barnsfaðernismálinu: X gegn Y1 og Y2.
Málsatvik eru þessi:
Hinn’ ... september 1964 ól sóknaraðili, X. f. ... 1941, meybarn
á sjúkrahúsinu £ Klakksvík í Færeyjum. Heimilisfang hennar þá var
..., Klakksvík. Fæðingarþyngd var 2500 g og lengd 49 cm, að því
er segir í fæðingarvottorði ... ljósmóður, dags. 28. sept. 1964.
Sóknáraðili kveðst síðast hafa haft reglulegar blæðingar 11., 12.
og 13. desember 1963.
Föður að barninu lýsti hún Yl, ..., Keflavík. Kveðst hún hafa haft
samfarir við hann aðfaranótt 27. desember 1963 eftir dansleik á
annan í jólum í Glaumbæ. Hafi þau farið saman af dansleiknum að
..., þar sem sóknaraðili vann þá og hafði herbergi, en áður höfðu
þau kynnst í Færeyjum, er hinn lýsti faðir kom þangað í knattspyrnu-
liði.
Þá kveðst sóknaraðili og hafa haft samfarir við Y2 frá Hornafirði
hinn 14. desember 1963, en hann stundaði þá nám við Stýrimannaskól-
ann. Gerðist það einnig í herbergi hennar að ....
Fyrir liggur læknisvottorð ..., sérfræðings í kvensjúkdómum og fæð-
ingarhjálp, dags. 2. mars 1964, svohljóðandi:
"Ég hef í dag skoðað X, ..., og ekki getað gengið úr skugga um,
hvort hún er barnshafandi eða ekki."
Sóknaraðili telur, að dagsetning þessa vottorðs eigi að vera 12. mars,
og muni hér vera um ritvillu að ræða, en sú fyllyrðing hefur eigi
verið rannsökuð.
Varnaraðili Y1 viðurkennir að hafa haft samfarir við sóknaraðila
þann dag, er hún tilgreinir, en varnaraðili Y2 neitar að hafa kynnst
sóknaraðila fyrr en eftir áramótin 1963 - 1964. Hann kveðst ekki
geta alveg útilokað þann möguleika, að hann hafi haft samfarir við
sóknaraðila fyrri hluta janúar 1964, en hallast helst að því, að
það hafi verið í febrúar eða mars 1964. Hefur eigi náðst samrsemi
í framburði þeirra.
Blóðrannsókn hefur farið fram á barni og málsaðilum. Fyrir liggur
vottörð frá K/ábenhavns Universitets Retsmedicinske Institut, dags.
20. maí 1965, svohljóðandi: