Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 144
142
Viðbætir
LÆKNARAÐSORSKURÐIR 1974 og 1975
1/1974
Valgárður Kristjánsson, borgardómari í Reykjavík, hefur með bréfi
dags. 18. október 1973, samkvaant úrskurði, kveðnum upp á bæjar-
þingi Reykjavíkur 17. s.m., leitað umsagnar læknaráðs í málinu
nr. 6100/1972: G.S-son gegn O.I-syni, borgarstjóra Reykjavíkur
vegna borgarsjóðs og fjármálaráðherra vegna ríkissjóðs.
Málsatvik eru þessi:
Mál þetta er höfðað af G. S-syni, ..., ..., f. ... 1938, með stefnu
útg. 14. desember 1972.
1 stefnu segir svo m.a.:
"Stefnandi kveðst föstudaginn 2. ágúst 1968 hafa verið að koma af
sjó. Eitthvað hafi hann verið undir áhrifum áfengis þann dag og
næsta, en þó ekki drukkið mikið. En þegar hann kom að landi dag-
inn áéfur, hafi hann verið þreyttur og slæptur eftir sjóferðina.
Stefnandi taldi sig eiga frakka inni í tilteknu húsi við ... stræti
x Reykjavík, og ætlaði að nálgast hann laugardaginn 3. ágúst 1968.
Er þangað kom, var enginn heima. Stefnandi man ekki hvort glugg-
inn á 1. hæð var oplnn. Hafi hann teygt sig upp í gluggann og ætl-
aði að vega sig þannig upp og inn. Stefnandi telur sig hafa stung-
ist á höfuðið inn á gólfið. Hann man annars mjög óglöggt eftir
því, sem skeði í umrætt sinn. Verður því ex tuto að gera fyrirvara
um það, að honum hafi e.t.v. verið hrint inn um umræddan glugga,
þannig að honum hafi eigi verið sjálfrátt um athafnir sínar á slys-
degi. Hvað sem því líður, man stefnandi eigi til sín fyrr en óljóst
og lítillega er hann sá sjúkralið og lögreglu. Hann man t.d.
"eitt augnablik eftir að hafa séð hvíta sloppa á slysavarðstofunni
en frekar man mætti ekki eftir sér þar" eins og (segir) í skýrslu í endur'
riti úr sakadómsbók Reykjavíkur. Ennfremur kveðst stefnandi muna
"eftir sér í fangageymslunni, þegar þangað kom til hans læknir.
Mætti man næst eftir sér inni á Kleppi skamma stund, og næst man hann
eftir sér á Landspítalanum, en þar lá hann svo til rænulaus í marga
daga og hálfruglaður í nokkrar vikur,” svo sem einnig (segir) orðrétt
í endurriti úr sakadómsbók Reykjavíkur frá 11. maí 1970.
1 skýrslu ... lögregluþjóns nr. ..., dags. 4. ágúst 1968, segir,
að hann hafi ásamt tveim öðrum lögreglumönnum farið að ... stræti
... í Reykjavík, til þess að sinna stefnanda, er þar hafi legið
kyrr um stund. .../lögregluþjónninn/ kvað stefnanda hafa reynt
að skríða þarna inn um glugga, en dottið niður og lent á höfuðið.
Stefnandi skýrði frá nafni sínu, og sagðist vera máttlaus í öllum
útlimum. Með þessa vitneskju í huga senda þeir lögreglumennirnir
eftir sjúkrabifreið, er flutti stefnanda á slysavarðstofuna.
K1. 1:40 hafði ... /lögregluþjónninn/ samband við lækni á slysa-
varðstofunni til að grennslast fyrir um líðan stefnanda. Hafi