Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 147
145
Kviðreflexar voru upphafnir, svo og cremaster. Sensibilitet virt-
ist ekkert vera á ganglimum og upp á miðjan thorax, né heldur
hita-kulda eða vibrationsskyn. Á efri hluta thorax fann hann þó
fyrir nálastungum, svo og á öxlum og út í handleggi. Ennfremur
fann hann vibratio á þumalfingrum beggja handa og olecranon, þó
betur vinstra megin. Ekki fannst honum þetta þó eðlilegar tilfinn-
ingar, lýsti þeim sem mjög annarlegum, en gat ekki nánar útskýrt,
hvað hann ætti við.
Sjúklingur svitnaði töluvert í andliti og efst á truncus, en neðan
við 6-7 intercostabil báðum megin virtist perspiration vera upp-
hafin. Sjúklingur var fyllilega orienteraður á stað og stund og
virtist minnugur alls, sem gerst hafði, að frádregnum þeim tíma,
er hann lá meðvitundarlaus á gólfinu. Það er því nokkuð augljóst,
að maðurinn var ekki að simulera, heldur hafði raunverulega lömun,
hverjar sem orsakir hennar voru. Líklegast var, að hann hefði
fractura columna cervicalis eða luxatio, þá sennilega við C - 5 eða
C-6 ásamt compressio á mænu. Til greina kom einnig hematoma,
sem þrýsti á mænu ellegar svokallað "spinal-shock".
Að lokinn skoðun hér var G. sendur á handlæknisdeild Landspítalans
til frekari meðferðar."
Eins og fram kemur í vottorði frá Kleppsspítala, þá var slasaði
fluttur þaðan á handlæknisdeild Landspítalans og dvaldist þar til
6. ágúst. Sjúkdómsgreining spítalans var fractura columnae
cervicalis C V cum tetraphlegia.
í afriti læknabréfs, sem fyrir liggur, þá segir, að við komu hafi
hann reynst hafa fullkomna lömun á útlimum og vanti snerti- og
sársaukaskyn. Röntgenskoðun sýndi brot á V.hálslið og var sett^
á manninn hálstog. Þann 6. ágúst var slasaði fluttur á taugasjúk-
dómadeild spítalans.
Það liggur fyrir vottorð frá Kjartani R. Guðmundssyni, yfirlækni
á taugasjúkdómadeild Landspítalans, dags. 12. sept. 1969, en þar
dvaldist hann frá 6. ágúst 1968 til 5. febr. 1969, og aftur frá
15. febr. 1969 til 22. mars 1969. Vottorð Kjartans er svohljóðandi
"G.S-son, f. ... 1938, ókv. matreiðslum., ... Var lagður inn á
deild VIII þ. 6. ágúst 1968 og vistaðist hér á deildinni til
5. febrúar 1969 og var hann þá sendur til Kaupmannahafnar til frek-
ari rannsóknar, og kom hann aftur 15. febrúar 1969. Síðan 22. mars
1969 hefur sj . verið vistaður á Reykjalundi.
Þann 4. ágúst 1968, 2 dögum áður en hann var lagður hér inn á deild
ina, hafði sj. reynt að skríða inn um glugga talsvert undir áhrifum
áfengis. Datt hann inn um gluggann og lenti á höfðinuá steingólfi,
eftir 1 1/2-2 metra fall. Hann mun hafa misst meðvitund við þetta
fall og þegar hann rankaði við sér, var hann algjörlega lamaður á
öllum útlimum.
Við komu hér á deildina var hann hypotoniskur og paralytiskur á
öllum útlimum. Reflexar voru mjög daufir bæði á efri og neðri extr
Það kom tæplega fram nokkur reflex á neðri extr., nema hægri hné-
reflex. Húðskyn var upphafið upp að viðbeinum. Það var þvagteppa.
Rtg.mynd af columna cervicalis sýndi fyrst grun um fracturu, en