Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 193
191
Kon.trolmyndir, sem teknar eru meðan brotið er að gróa, sýna óbreytt-
an situs og hægt vaxandi callus. Við skoðun, sem gerð var 20. jan.
1969, er brotið gróið að mestu í góðum situs.
Sérmyndir, teknar af vinstri olnboga 3. júní 1969, sýna talsverðar
arthrotiskar breytingar í olnbogaliðnum. Liðbil er nokkuð þrengt,
liðbrúnir eru hrjúfar og sclerotiskar. Nokkur holumyndun í liðenda
humeri sin. og kalkblettir radialt við liðinn. Dál. defect er í
liðbrún capitulum radii sin., sem einnig virðist vera nokkuð utar-
lega. Á hliðarmynd af olnboga kemur fram nærri baunstór kölkun
nokkuð ofarlega í olnbogaliðnum, og gæti þar verið um að ræða corpus
librum. Ekki sjást merki um fracturu í olnbogaliðnum."
Slasaði kom til undirritaðs til skoðunar 27. janúar 1975. Hann kvart
ar um stirðleika í vinstri olnbogalið og minnkaðan kraft í vinstri
handlimnum, þá segist hann vera mjög viðkvæmur í olnboganum og verði
að gæta sín að reka hann ekki í.
Við skoðun á vinstri handlim sést ör eftir skurðaðgerðina. Hreyf-
ingar í vinstri olnbogaliðnum, extensio-flexio 100° - 115°, Pronatio-
subinatio u.þ.b. hálf. Af þessu leiðir, að S. getur ekki sett
vinstri hendi á höfuð, ekki á hægri öxl og ekki aftur fyrir bak.
Ályktun: Um er að ræða 56 ára gamlan kaupmann, sem hlaut brot á
vinstri öln fyrir sjö og hálfu ári síðan. Erfitt var að setja brot-
ið saman á venjulegan hátt og varð að gera við það með mergholsteini,
en greri seint, og varð hann að hafa gipsumbúðir á vinstri handlim
frá hnúum og upp undir holhönd í u.þ.b. 17 mánuði. Hann var óvinnu-
fær í jafn langan tíma, síðan lítt vinnufær þar til í júní 1969.
Eftir það hefur starfsgeta hans verið allverulega skert, þar sem
sýnilegt er, að vinstri handlimur er honum til lítils gagns nema til
stuðnings og til að færa létta hluti. Hann getur ekki klætt sig nema
með hjálp, t.d. getur hann ekki hneppt skyrtu eða sett á sig hálsbind
Slasaði kveðst ekki hafa haft hreyfingarhindrun í vinstri olnbogalið
fyrir slysið, og í dagálum, sem kannaðir hafa verið og teknir löngu
eftir að hann slasaðist á handleggjum 1938, kemur hvergi fram, að
hreyfingargeta í vinstri olnbogalið hafi verið skert. Verður því
ekki hjá því komist að álykta, að hreyfingarhindrun sú, sem nú er
fyrir hendi í vinstri olnbogalið, sé bein afleiðing af áverka þeim,
er hann hlaut 8. júlí 1967.
Ekki er að vænta frekari bata en orðinn er á afleiðingum þessa meiðsl
is og þykir því tímabært að meta nú þá tímabundnu og varanlegu örorku
sem slasaði hefur hlotið af völdum þessa slyss, og telst hún hæfilega
metin sem hér greinir:
Frá slysdegi í 6 mánuði:
Eftir það í 11 mánuði:
Eftir það í 7 mánuði:
Eftir það varanleg:
100%
75%
50%
35%"
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðst er umsagnar um eftirfarandi atriði: