Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 187
185
kvartanir ura óeðlilega framkomu frá hennar hálfu í sambandi »>við
dvöl barnanna hér í Reykjavík, en greinilegt var, að M. var orðin
örari í framkomu, og geðlægðin gengin yfir.
2. júlí 1974 lést faðir M. eftir viku legu á sjúkrahúsi í meðvitund-
arleysi. M. tók lát hans greinilega nærri sér, enda hafði samband
þeirra verið allnáið. Daginn áður hafði M. opinberað trúlofun sína
með J.Þ-syni, til heimilis að ... hér í borg. Um svipað leyti flyt-
ur M. úr leiguíbúð þeirri, sem hún hafði haft og flutti til móður
sinnar að ... hér í borg. Um þetta leyti og fram í miðjan janúar-
mánuð ræðir M. talsvert um ósamlyndi og jafnvel slagsmál á milli
hennar og J. 15. ágúst 1974 mætti M. í göngudeild og hafði þá farið
úr axlarlið í slagsmálum. Var hún þá óstarfhæf um tíma. Var hún
þá eðlileg í framkomu og sáust engin merki um oflæti hjá henni.
Þann 27. ágúst 1974 var M. lögð inn á Borgarspítalann. Hafði tekið
stóran skammt af lyfjum. Fékk lungnabólgu báðum megin. Móðir M.
var þá flutt til dóttur sinnar í Bandaríkjunum og M. bjó þá að ...
/íbúð móður/ með leyfi borgaryfirvalda. Kvaðst M. hafa tekið þessi
lyf í sjálfsmorðshugleiðingu vegna ósættis við J. kærasta sinn og
K. son sinn, sem þá bjó hjá henni. Mætti M. til viðtals í göngudeild
12. september 1974 og virtist þá eðlileg í framkomu. Nokkrum dögum
seinna fór M. í ferðalag austur á land án samráðs við undirritaðan.
Virtist þá hafa verið óeðlilega ör og fljótráð skv. eigin og annarra
lýsingum. Mætir 26. september 1974 aftur í göngudeild, og kvartaði
undirritaður þá um slæma samvinnu frá hennar hálfu og mæltist til
ráðstafana, sem M. var ekki samþykk. Hringdi hún í göngudeild
4. október 1974 og kvaðst ekki mæta þann dag og framvegis snúa sér
til heimilislæknis. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar var látin
vita um ástand mála og hjúkrunarkonur reyndu að hafa samband við M.,
en tókst ekki að hitta hana heima.
1 viðtölum undirritaðs við M. í fangageymslunni í Síðumúla var hún
alltaf áttuð á stað og stund, skýr í hugsun og minni óskert á atburða
rás og tildrög "slyssins" 25. október 1974. Frásögn hennar af atburð
unum var í engu frábrugðin lögregluskýrslu í aðalatriðum. M. kvaðst
hafa verið undir áhrifum áfengis og hafa átt erfitt með að muna ná-
kvæmlega hvernig hún stakk J. í fyrstu, en það hafi rifjast upp fyrir
sér seinna, að hún hafi stungið hann í síðuna með hnífi.
Af hegðun M. seinast í september og í byrjun október má greinilega
álykta, að hún hafi verið haldin oflæti (maniu) og þar af leiðandi
ekki að fullu ábyrgð gerða sinna. Reikna má með, að hún hafi ennþá
verið í því ástandi er atburðirnir 25. október gerðust, þó hún sé
orðin eðlileg í fyrsta viðtali mínu við hana í fangageymslunni £
Síðumúla.
Til staðfestingar á athugunum mínum bað undirritaður ... að rannsaka
sjúklinginn nánar. Lagði hann fyrir hana eftirfarandi próf:
Wechsler greindarpróf fyrir fullorðna,
Rorschach persónuleikapróf,
MMPI persónuleikapróf og
Bender skynhreyfipróf.
Niðurstaða hans var, að M. er mjög vel greind (grv. 122). Hún er í
tiltölulega eðlilegu geðrænu ástandi við rannsókn. Geðtengsl eru