Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 188
186
góð, hugsun er skipuleg og tilfinningar undir góðri ytri stjórn.
Innra með sér er hún kvíðin, óróleg og spennt, og mjög grunnt á
þeim öflum, sem geta hvenær sem er losað úr læðingi maniskt ástand.
Ályktun: M.E-dóttir er 34 ára gömul kona, sem síðan 1965 hefur
fengið meðferð vegna geðveiki (psychosis manio-depressiva).
M. verður í byrjun júlí fyrir því áfalli að missa föður sinn skömmu
eftir að hún dvelst 2 vikur með börnum sínum, sem hún sjálf hafði
afsalað til uppeldis hjá föður þeirra vegna sjúkdóms síns. Um þess-
ar mundir flytur sonur hennar, 17 ára, frá föður sínum og stjúpmóður
og biður um að fá að búa hjá móður sinni. Voru talsverðir sambúðar-
erfiðleikar milli þeirra.
Samtímis á M. í erfiðleikum í sambandi sínu við J.Þ-son, sem hún
greinilega var bundin sterkum tilfinningalegum tengslum. Allt þetta
álag leiðir til geðsveiflu með oflátum (maniu). Sambandið við J.
leiðir til þess, að M. fer að nota áfengi, sem hún áður hafði farið
mjög varlega með, í óhófi.
Undirritaður telur því, að M. hafi, vegna sjúkdóms síns, ekki verið
að fullu ábyrg gerða sinna 25. október 1974. M. þarf að vera undir
stöðugri umsjá lækna, en er sakhæf við rannsókn."
' Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að óskað er umsagnar um eftirfarandi atriði:
1. Telur læknaráð, að ákærð hafi sökum andlegra annmarka verið ófær
um að stjórna gjörðum sínum, a) hinn 3. febrúar 1973, b) hinn
25. október 1974?
2. óskað er álits læknaráðs á því, hvort ákærð sé í dag að fullu
laus við slíka annmarka, hafi um þá verið að ræða.
3. Fellst læknaráð á niðurstöðu ... læknis á krufningsskýrslu á
dskj. nr. 10?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad 1: Af skýrslum ólafs Jóhanns Jónssonar læknis og öðrum málskjöl-
um má ráða, að ákærða hefur verið haldin psychosis manio-depressiva,
typus manicus, og verið undir áhrifum áfengis, er hún framdi ofbeld-
isverknaðina hinn 3. febrúar 1973 og 25. október 1974. Þetta hvort
tveggja hefur valdið því, að hún var ófær um að stjórna gerðum sínum
Ad 2: Ákærða hefur í umrædd skipti verið haldin geðsjúkdómi, sem
oft endurtekur sig, ekki síst ef viðkomandi verður fyrir auknu and-
legu álagi. Sjúkdómi þessum er oft hægt að halda í skefjum með lang
varandi lyfjameðferð, en aldrei verður með vissu sagt, að hann muni
ekki endurtaka sig.
Ad 3; Já.