Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 166
164
taugar: Eðlil. heilataugar. Vögvakerfi: Tonus, trofic, grófir
kraftar og reflexar eðlil. Babinski einkenni fæst ekki fram.
Engar ósjálfráðar hreyfingar. Engin einkenni um ataxi. Gangur er
eðlil. Romberg próf neikv. Skyn: Sársauka-, snerti-, stöðu- og
vibrationsskyn eðlil.
Blöðrustarfsemi: Eðlileg að sögn.
Báðar carotis púlsera eðlil. Það er ekki að heyra neitt bruit
yfir cranium eða hálsæðum. Heilarit var tekið 28. apríl 1966 og
var eðlil.
Álit: H. hefur fengið töluverðan heilahristing (commotio cerebri)
viö áðurnefndan höfuðáverka, og verða einkenni þau, sem áður um
getur, að teljast afleiðingar hans. Mér þykir sennilegt, að einnig
sé um að ræða nokkra post. traumatiska neurosu.
Einkennin hafa haldist nokkuð óbreytt undanfarna 6 mánuði en höfðu
farið jafnt og þétt batnandi fram til þess tíma. Tel ég ósennilegt,
að ástandið batni neitt verulega fyrr en búið er að ganga frá hans
bótamáli og finnst mér því eðlilegast að ganga frá því sem fyrst."
Slasaði hefur ekki komið til viðtals hjá undirrituðum og er matið
því eingöngu byggt á þeim vottorðum, sem um ræðir hér.
Alyktun: Hér er um að ræða 18 ára gamlan mann, sem slasaðist í bif-
reiðaslysl fyrir rúmlega 3 árum. Við slysið þá hlaut hann höfuð-
högg og skurð á enni. Hann lá í Landakotsspítala rúmlega viku tíma.
Síðan slysið varð þá hefur maðurinn haft einkenni frá höfði, og er
talinn hafa fengið töluverðan heilahristing við slysið, og þau ein-
kenni sem hann hefur, sem aðallega eru minnkað úthald og lélegt
minni, eru talin veréfa til þess rakin, auk þess sem talið er um að
ræða posttraumatiska neurosu.
Vegna slyssins þá verður að telja, að slasaði hafi hlotið tímabundna
og varanlega örorku, sem telst hæfilega metin þannig:
I 2 mánuði -4 - 50%
-6 - 25%
-6 - 15%
og síðan varanleg örorka 10%."
2. Matsgerð Þórðar Möller yfirlæknis og ... læknis, dags. 13. mars
1973, svohljóðandi:
"Við undirritaðir ... og Þórður Möller læknir, höfum verið kvaddir
til þess að gera skriflega matsgerð viðvíkjandi H.G-syni, fæddum
... 1950, til heimilis að ..., Reykjavík, og meta hvaða áhrif bíl-
slys, sem hann lenti í þann 4. janúar 1966, hefur haft á heilsufar
hans og vinnugetu.
H. er fæddur og uppalinn í Reykjavík, sá eldri af tveim bræðrum.
Foreldrar hans eru bæði á fimmtugsaldri, heil heilsu, og ekki er
honum kunnugt um neina sérstaka sjúkdóma í ætt sinni. Heilsufar
og þroska fyrstu uppvaxtarárin telur hann eðlilegan eftir því sem
hann best veit, svo og aðbúnað allan og atlæti frá foreldrum.