Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 64
62
fjölgunin nam 1,5%, og jókst því framleiðsla á mann um 4,3%, en
þjóðartekjur á mann um 8,3%. Verðmæti landaðs sjávarafla á föstu
verðlagi jókst um 7% á árinu, einkum vegna afar góðra aflabragða á
loðnuvertíð, og framleiðsla sjávarafurða til útflutnings jókst um
tæplega 9%. Otflutningsverð sjávarafurða hækkaði afar mikið á árinu,
um 51% í krónum, sem svarar til um 39% verðhækkunar £ erlendri mynt.
Iðnaðarframleiðslan jókst um 12%, einkum vegna aukningar álframleiðslu,
landbúnaðarframleiðslan jókst um 4%, og byggingarstarfsemi og mann-
virkjagerð jókst um 6%. Þá er talið að umsvlf í verslunar- og þjón-
ustugreinum og opinber starfsemi hafi aukist um 6%.
Utanríkisviðskipti jukust verulega á árinu, einkum vöruinnflutningur,
sem jókst um fjórðung að magni. Verðmæti innflutnings- og útflutnings-
vöru og þjónustu jókst hins vegar hvort tveggja um nær sama hlutfall
vegna hinnar miklu útflutningsverðhækkunar, sem nam um 43% í krónum.
Nokkur halli varð því enn í viðskiptum við útlönd, og nam hann rúmlega
2.600 m.kr. eða 2,9% af þjóðarframleiðslu samanborið við 2,6% 1972.
Þessi halli var þó mun meira en jafnaður með innflutningi erlends
fjármagns, einkum erlends lánsfjár vegna skipakaupa, svo og með erlendri
aðstoð vegna eldgossins í Vestmannaeyjum. Heildarjöfnuður £ greiðslum
gagnvart útlöndum varð þv£ hagstæður um 1.000 m.kr. á árinu.
Kauptaxtar launþega hækkuðu um 23,5% á árinu, en heildaratvinnutekjur
einstaklinga jukust mun meira eða um 37%. Vfsitala framfærslukostn-
aðar hækkaði um 22,1% og jókst kaupmáttur atvinnutekna þv£ um 12,2%.
Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust um 37%, en verðlag vöru og þjón-
ustu hækkaði um 25,1% og er kaupmáttur ráðstöfunartekna þv£ talinn
hafa aukist um 9,5%. Einkaneysla jókst nokkru hægar, eða um 6,5%,
og samneysla, þ.e. útgjöld hins opinbera til kaupa á vörum og þjónustu,
jókst um 6%. Fjármunamyndun jókst um 20,1% og þjóðarútgjöld £ heild
jukust þvf um 11,3%.
Hin mikla aukning fjármunamyndunarinnar stafaði að verulegu leyti af
geysimiklum skipakaupum á árinu, eða sem nam nær 3.900 m.kr. Fjár-
munamyndun atvinnuveganna jókst um 20,4%, að langmestu leyti vegna
innflutnings fiskiskipa, en framkvæmdir við byggingar og mannvirki
hins opinbera voru litlu meiri en árið áður. Fjárfesting £ fbúðar-
húsnæði jókst hins vegar um nær 47%, einkum vegna húsainnflutnings
Viðlaggsjóðs, en fjárfesting £ Viðlagasjóðshúsunum nam röskum fjórð-
ungi íbúðafjárfestingarinnar á árinu. Til byggingar sjúkrahúsa var
varlð um 340 m.kr. og var það tæplega 23% minna en árið áður.D
1) Frá Þjóðhagsstofnun.