Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 162
- 160
Við fyrstu innlögn á Kleppsspítala segir G. sjálfur: "Mér fannst
ég alltaf vera öðru vísi en aðrir og öll mín orka fór í það að
einbeita mér að því að vera eins og aðrir."
Þann 23. max 1957 er G. í fyrsta sinn lagður inn á Kleppsspítala.
Vikuna áður en hann lagðist inn hafði hann dvalist einn í íbúð móður
sinnar í viku. Gekk hann þá nakinn um íbúðina og var, að sögn móður,
greinilega ruglaður með ranghugmyndir af og til, en var þess á milli
eðlil. í framkomu. Sama dag og G. var innlagður hafði hann kastað
sér í sjóinn og var af lögreglunni fluttur á slysavarðstofuna og
þaðan á Kleppsspítala.
A.N-son hefur tjáð undirr., að G. hafi seinna sagt sér, að hann hafi
ekki kastað sér í sjóinn, heldur hafi hann trúað því, að hann gæti
gengið á vatni eins og Jesús.
G. útskrifaðist af Kleppsspítala 6. júlí 1957 með sjúkdómsgreininguna
Schizophrenia simplex og hefur síðan verið innlagður 20 sinnum.
Sjúkdómsgreiningin er ennþá óbreytt.
Árið 1973 var G. Innlagður frá 17. janúar til 20. ágúst og dagsjúkl.
frá 21. ágúst til 28. september. Var síðan aftur innritaður sem
dagsjúklingur þann 17. október 1973 og var ekki útskrifaður eftir
það, fyrr en 22. desember 1973 er hann fór í jólaleyfl.
Hann hefur yflrleitt fengið lyfjameðferð með nokkrum árangri, en
stundum verið mótfallinn lyfjum og hætt við þau, venjulega með þeim
afleiðingum, að líðan hans versnaði.
Þess má geta, að G. var veturinn 1961 til meðferðar hjá læknum í
Kaupmannahöfn og í "Farsóttarhúsinu" 1959.
Fyrir 1964 kom það 3svar fyrir, að G. var fluttur hingað með aðstoð
lögreglu, en síðan hefur hann alltaf komið sjálfviljugur. Hann
hefur ekki verið sviptur sjálfræði svo vitað sé. Milli þess sem G.
hefur verið innlagður, hefur hann yfirleitt mætt reglulega í göngud.
Kleppsspítala og fengið lyf sín þaðan.
Árið 1962 kynntist G. stúlku á Kleppsspítala og útskrifuðust þau
samtímis og hófu búskap saman en slitu samvistum að 6 vikum liðnum.
Þann 5. október 1962 gefur móðir hans þær upplýsingar, að G. sé
orðinn afleitur í umgengni, orðljótur með afbrigðum og fái ofsaleg
reiðiköst. Segir hún kvenfólk í sambýlishúsi því, sem þau búi í,
hrætt við G. Eftir þetta virðist samkomulag þeirra mæðgina hafa
verið slsemt á köflum a.m.k. Árið 1965 fékk G. vinnu við sorphreins-
un hjá Reykjavíkurborg. Stundaði hann þá vinnu þar til í desember
1972, en hefur síðan ekki treyst sér í vinnu. Frá 17. janúar til
20. ágúst 1973 var G. innlagður á deild IX á Kleppsspítala. Frá
21. ágúst til 28. september 1973 var hann dagsjúkl. og dvaldist þá
á deild IX reglulega til kl. 3 á daginn a.m.k. Síðan dvaldist
hann í 2 vikur að ... í ...hreppi og innritaðist aftur sem dagsjúkl.,
stundaði meðferðina óreglulega, en samt virtist ekki verulegur munur
á ástandi hans eða kvörtunum. Aldrei bar á neinni áreitni hjá G. á
þessum tíma. Mest áberandi í fari G. var djúpstæð vanmetakennd og
ósjálfstæði. Áberandi var tvíátta afstaða hans til flestra hluta.
Með niðrandi athugasemdum um sjálfan sig sóttist hann eftir lofi og