Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Blaðsíða 148
146
síðan kom í ljós, að svo var ekki, og planigrafi á col. cervicali5
var eðlil. Mænuvökvi var tær og litarlaus undir eðlil. þrýstingi
Frumur voru 2/3 og protein 25 mg%. Við pantopaque myelografi kom
í ljós fyrirferðaraukning á mjúkum pörtum í col. cervicalis, og var
haldið, að um væri að ræða discus prolaps, og var sj. því sendur
til Khafnar til frekari rannsóknar svo sem loftmyelografi, en hún
reyndist vera eðlil.
Sj. var í stöðugum æfingum hér á deildinni og fór mjög hægt fram,
og er hann fór héðan var hann talinn nokkurn veginn sjálfbjarga.
Neurologisk skoðun 1. september 1969: Heilataugar eðlil.
Vöðvakerfi: Talsv. atrophi á handarvöðvum einkum volaris og
dorsalis I. Það eru ekki aðrar atrophiur. Tteplega meiri en hálfur
kraftur í vinstri griplim og minni í hægri. Nokkur spastisk paresa
í neðri extr. Tonus aukinn í öllum útlimum, meiri neðri. Talsverð
ataxi við fingur-nef og hæl-nef próf báðum megin. Sinareflexar
mjög líflegir alls staðar, fótklonus báðum megin, vottur af hné-
klonus. Stöðuskyn var minnkað á tám og fingrum. Babinski jákvæður
báðum megin. Gangur var spastiskt ataktiskur og positivur Romberg.
Það var minnkað húðskyn upp að clavicula eða thoracalis I segmenti.
Við skoðun í miðjum mars 1969: Var gangur enn óöruggur. Það eru
nokkuð betri hreyfingar í fingrum en áður, en það er aukið spasti-
sitet í öllum extr. og ekki minni í efri og líflegri reflexar.
Babinski dál. óákveðinn vinstra megin. Húðskyn óbreytt.
Sj. hefur verið í stöðugu eftirliti síðan hann kom á Reykjalund
á ca. mán. fresti og honum fer mjög lítið fram og ekkert síðustu
2 mánuði.
Skoðun þann 9. september 1969: Það eru sem áður eðlilegar heila-
taugar.
Otlimir: Nokkur atrophi á handarvöðvum beggja handa, melra hægra
megin o§ talsverð paresa á báðum höndum. Það er einnig spastisk
paresa a efra extr. og nokkur paresa á neðri, einkum í dorsalt-
flexion á báðum fótum. Tónus er mikið aukinn á öllum extr. Það
er ataxi við fingur-nef próf og hæl-nef próf báðum megln. Gangur
er spastiskt ataktiskur og það er létt positivur Romberg. Öll
sinaviðbrögð eru mjög lífleg jafnt báðum megin. Það er bæði hné-
og fotklonus á báðum neðri extr. Vinstri Babinski á hægri il nokk-
uð vafasamur vinstra megin. Allt húðskyn er minnkað upp fyrir
clavicula. Stöðuskyn á tám og fingrum minnkað. Vibration virðist
eðlileg á fingrum, en finnst fyrst á ökklum á neðri extr. Þessi
skoðun á sj. er óbreytt frá 28. júlí 1969. Hann hefur ekkert getað
gert, ekki treyst sér til að vinna neitt í eldhúsinu á Reykjalundi,
þótt hann hafi verið hvattur til þess. Kvartar nokkuð um verki í
hnakka, og leggur hann niður í axlir og milli herðablaðanna. Eftir
að þessir verkir hafa verið verstir, segir hann að tilfinningatruf1-
unin sé miklu meiri. Blöðrutruflanir sj. hafa fullkomlega gengið
til baka.
Niðurstaða: Sj. hefur fengið mar á hálsmænu og er vafasamt, hvort
hann muni ná sér frekar en orðið er."