Börn og menning - 2017, Síða 18

Börn og menning - 2017, Síða 18
Börn og menning18 áherslu á að lesa í myndmál. Þróun myndabóka síðustu áratugina er reyndar gríðar- lega áhugavert rannsóknar- efni vegna mikillar aukningar á alþjóðlegu myndmáli í takt við hnattvæðinguna og þeirrar þróunar að fá myndskreyta í fjarlægum heimshornum til að myndskreyta íslenskar sögur – en það er aðeins önnur saga og kemur þessari rannsókn ekki beint við. Enn ein tegund bókmennta var útilokuð frá þessari rannsókn, en það voru sögur og ævintýri sem löngu eru orðin alþjóðaeign og sem hafa verið endurrituð í sífellu síðastliðin 100 ár eða svo. Þetta eru verk á borð við Grimmsævintýri og Dæmisögur Esóps, og fullorðins- sögur eins og Róbinson Krúsó í aðlöguðum útgáfum fyr- ir börn. Þóttu mér slíkar bókmenntir hafa takmarkað gildi þegar skoða átti áhrif frá ákveðnum menningar- svæðum þetta nálægt okkur í tíma. Annað sem þurfti að takmarka var tíminn sem rann- sakaður var. Ég valdi að skoða fimm ár með þrjátíu ára millibili, 1982−1986 og 2010−2014, og horfa fyrst og fremst til bóka sem höfðað gætu til lesenda á aldrinum 8−12 ára. Tímabil þessi samsvara nokkurn veginn mínu eigin lestrarskeiði á aldrinum 8–12 ára og samsvarandi skeiðs yngsta afkvæmisins míns. Reyndar var ætlunin í upphafi að skoða þrjú ár á hvoru tímabili en fljót- lega varð ljóst að skýrari mynd myndi fást með því að fjölga árunum, þar sem íslensk barnabókaútgáfa er svo smá í sniðum. Þannig dregur ögn úr vægi óvenju- legra bóka sem eru á skjön við heildarniðurstöðuna. Gögn og niðurstöður Gögnin sem unnið var upp úr voru af vefnum Gegni, sameiginlegum gagnagrunni íslenskra bókasafna. Þar sem skylduskil eru samkvæmt lögum á öllu útgefnu eða birtu efni á pappír til Landsbókasafns Íslands, er af þeim vef hægt að fá lista yfir allar útgefnar barnabæk- ur hérlendis sé leit á honum stillt rétt. Síðan tók við nokkurt vafstur við að flokka upplýsingarnar, þar sem ekki var alltaf ljóst hvort um var að ræða skáldsögur eða annað efni, þótt oft mætti ráða það af stærð bókanna og blaðsíðufjölda. Einhverjar sögur voru auðvitað líka á mörkum myndabóka og skáldsagna eins og Kafteinn Ofurbrók og Dísa ljósálfur, en þá reyndi ég að taka mið af því til hvaða aldurhóps slíkar bækur höfðuðu. Áður en komið er að niðurstöðunum sjálfum er áhugavert að skoða hve margar barnabækur voru gefnar Mynd 1: Heildarfjöldi skáldsagna fyrir börn og ungmenni á Íslandi, gefinn út á árunum 1982–1986 og 2010–2014. Skáldsögum þýddum úr ensku fyrir börn og unglinga hefur greinilega fjölgað um- talsvert á þessu þrjátíu ára bili á kostnað skáldsagna úr öðrum tungumálum.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.