Bændablaðið - 14.01.2021, Qupperneq 31

Bændablaðið - 14.01.2021, Qupperneq 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 2021 31 Valtra Lely Center Ísland Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 // Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 – lci.is VARAHLUTIR Í DRÁTTARVÉLAR John Deere New Holland Steyr Case IH Fiat Deutz Fahr Zetor Kubota Massey Ferguson Claas Fendt Stuðningur við skógrækt félaga og samtaka NÝIR STYRKIR TIL KOLEFNISBINDINGAR: UPPLÝSINGAR OG UMSÓKNIR: www.skogur.is/vorvidur UMSÓKNARFRESTUR TIL 1. FEBRÚAR 2021! C M Y CM MY CY CMY K Vorvidur-auglýsing_JAN2020_bbl151x113.pdf 1 7.1.2021 14:11:25 ýmsa kosti umfram það að slá villtan þara – og hægt að ná miklu framleiðslumagni sem auðvelt er að uppskera. Hún sér fyrir sér að einhverjir samstarfsaðilar sem kæmu til liðs við hana gætu hugsanlega notið góðs af þessu hráefni því þarna séu mörg nytsamleg efni sem nýtast ekki öll til vinnslunnar á matvælaplastinu. Niðurbrjótanlegt og neysluhæft „Útgangspunkturinn í þessu ferli var lífplast sem hefur lítið vistspor, brotnar auðveldlega niður í náttúrunni og er svo hreint að mætti jafnvel nota í neysluhæfar umbúðir, til dæmis utan um skyndibitafæði. Þessi áform hafa gengið eftir, þótt enn sé talsverð vinna fram undan við að koma efninu í framleiðslu. Þetta hráefni kemur sterkt inn í umræðu dagsins um sjálfbærni, þar sem umræddur lífmassi krefst ekki akuryrkju með öllu sem henni fylgir, úrvinnslan úr honum er tiltölulega skaðlaus og orkunotkun lítil,“ segir Sigríður. Hún vonast til að lítill „umhverfiskostnaður“ muni reiknast þessu nýja lífplasti til tekna í nánustu framtíð. „Samkeppni um plastumbúðir á markaði er vitaskuld mikil, en auknar kröfur í umhverfismálum gefa þessu efni forskot,“ segir hún. Beltisþarinn grunnhráefnið Sigríður segir að grunnhráefnið í framleiðsluna sé beltisþari ásamt fleiri tegundum brúnþörunga og íblöndunarefna. „Stórþörungar hafa ýmsar áhugaverðar sameindir sem eru mikið rannsakaðar og eru þeir nú þegar nýttir í fæðu, snyrti- og lækningavörur, auk þess að vera skoðaðir fyrir margvíslegan annan iðnað. Plastefni unnið úr stórþörungum getur verið hentugt fyrir nýja hugsun um umbúðir, hlutverk þeirra og mikilvægi. Matvælapakkningar eru umfangsmiklar á markaði, þær auka geymsluþol matvæla og eru í stöðugri þróun. Á sama tíma þurfum við að takast á við þau vandamál sem fylgja uppsöfnun plasts sem brotnar ekki auðveldlega niður við náttúrulegar aðstæður og þarf endurvinnslu eða háþróað jarðgerðarferli fyrir niðurbrot þó það sé unnið úr vistvænum efnum.“ /smh Nokkrar frumgerðir af „matvæ la­ plasti“ Sigríðar. Coroline Aldén býður upp á járningaþjónustu á Suðurlandi: Járnar að meðaltali átta hesta á dag Coroline Aldén, eða Carro eins og hún er alltaf kölluð, býr á Selfossi og er með fyrirtækið „Járn og hófar“ þar sem hún býður járningaþjónustu á Suðurlandi. Carro er ein af fáum konum á Íslandi, sem stundar járningar en hún er menntuð í faginu frá Svíþjóð. Hún járnar að meðaltali átta hesta á dag. „Já, það er meira en nóg að gera hjá mér, ég er á fleygiferð alla daga á milli hesthúsa að járna. Þetta er mjög skemmtilegt og gefandi starf, ég elska vinnuna mína,“ segir Carro og hlær. Hún hefur búið á Íslandi í tíu ár og er heilluð af íslenska hestinum. „Það þykir ekkert merkilegt í Svíþjóð að konur séu að járna en það þykir merkilegt hér á Íslandi því við erum svo fáar. Ég er líkamlega hraust enda hugsa ég vel um heilsuna og líkamann minn og á því auðvelt með að stunda járningar,“ bætir Corro við. /MHH Carro, sem er með fyrirtækið „Járn og hófar“ þar sem hún býður upp á járningaþjónustu en hún járnar oft átta hesta á dag. Hún á að baki þriggja ára nám í járningum í Svíþjóð. Mynd / MHH

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.