Bændablaðið - 14.01.2021, Page 55

Bændablaðið - 14.01.2021, Page 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 2021 55 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI jardir.is Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Nethyl 2a • 110 Reykjavík • Sími: 577 1000 • info@khvinnufot.is • www.khvinnufot.is MaxiFlex og MaxiDry Þú færð MaxiFlex og MaxiDry hjá okkur! Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is OKKAR ÆR OG KÝR — STARTARAR OG ALTERNATORAR — Í mars nk. kemur út Tímarit Bændablaðsins. Tímaritið tekur á helstu málefnum landbúnaðarins og eru efnistökin fjölbreytt. Það verður prentað í 8.000 eintökum og dreift til allra áskrifenda, á öll lögbýli landsins og í fyrirtæki sem tengjast landbúnaði. Lengd ritsins er yfir 100 síður og það er prentað á glanstímaritapappír í stærðinni A4. Þetta er kjörinn vettvangur til að koma starfsemi sinni á framfæri. Tímaritið liggur á borðum landsmanna svo mánuðum skiptir og því má segja að auglýsingar í slíkum blöðum séu langlíf. Boðið er upp á hefðbundnar auglýsingar í ritinu en í seinni hluta þess er pláss fyrir kynningarefni frá fyrirtækjum sem unnið er í samvinnu við blaðamenn. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563-0303 og í gegnum netfangið gudrunhulda@bondi.is TÍMARIT BÆNDABLAÐSINS 2021 TRYGGÐU ÞÉR AUGLÝSINGAPLÁSS Í TÍMA Tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisns, í sam- starfi við Landssamtök sauðfjár- bænda og Matvæla stofnun, stóð yfir í síðustu slátur tíð. Verðmætar upplýsingar fengust úr verkefninu, til að mynda um umfang og tímalengd opinbers eftirlits. Þátttakendur í verkefninu var öllum heimil og þegar upp var staðið reyndust 25 sauðfjárbýli úr öllum landshlutum hafa lokið þátttöku í því. Að sögn Hólmfríðar Sveinsdóttur verkefnisstjóra hefur skýrslu um verkefnið verið skilað til ráðuneytisins og er þar unnið að lokaskýrslu. Hólmfríður segir að markmið verkefnisins hafi verið að leita leiða til þess að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar þannig að uppfyllt séu skilyrði regluverks um matvælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði. Þannig verði leitast við að bæta afkomu sauðfjárbænda, stuðla að bættri dýravelferð og sterkari tengingu á milli neytenda og íslenskra frumframleiðenda matvæla. Möguleikar á rafrænni heilbrigðisskoðun kannaðir Tilgangurinn með verkefninu var að sögn Hólmfríðar þríþættur; að kanna áhuga bænda á slíku verkefni og lausnunum sem þar átti að prófa, kanna umfang opinbers eftirlits og tímalengds heilbrigðisskoðunar og möguleika á rafrænni heilbrigðisskoðun. „Í verkefninu var heilbrigðis­ skoðun framkvæmd með því að dýralæknir fór heim á bæinn og framkvæmdi heilbrigðisskoðun á staðnum rétt eins og gert er í sláturhúsum og hins vegar var heilbrigðisskoðun framkvæmd þar sem dýralæknir var við tölvu og framkvæmdi heilbrigðisskoðun á lömbunum fyrir slátrun, fylgdist með framkvæmd slátrunar og heilbrigðisskoðaði afurðir í rauntíma í gegnum samskiptaforrit á netinu Við sýnatökur var ákveðið að fylgjast með tveimur gæðaþáttum; sýrustigi í vöðva 24 klukkustundir eftir slátrun og örveruvexti á afurð. Þátttakendur framkvæmdu sjálfir sýrustigsmælingar og sýnatöku til örverumælinga. Sýni til örverumælinga voru send til greininga á rannsóknastofu,“ segir Hólmfríður. Hún bætir við að niðurstöður úr örverumælingum hafi verið bornar saman við kröfur fyrir stærstu sláturhúsin sem settar eru fram í reglugerð nr. 135/2010 um örverufræðileg viðmið fyrir matvæli. Tilraunaverkefnið gekk vel „Almennt séð gekk framkvæmd verkefnisins vel og var töluverður áhugi á meðal bænda á verkefninu. Verðmætar upplýsingar um umfang og tímalengd opinbers eftirlits með heimaslátrun fengust í verkefninu, hvort sem heilbrigðisskoðun fór fram á staðnum eða með rafrænum hætti,“ segir Hólmfríður. Spurð hvort verkefnið gefi tilefni til að ætla að hægt verði að breyta reglum þannig að bændur geti sjálfir slátrað heima með fjarfundareftirliti og selt afurðir sínar beint frá býli, segir hún að ekki liggi fyrir nein niðurstaða eða áætlun um slíkt. „Unnið er að lokaskýrslu verkefnisins og verður ákvörðun um næstu skref tekin eftir að hún liggur fyrir.“ /smh Heimaslátrunarverkefnið frá síðasta hausti gekk vel: Möguleikar á rafrænni heilbrigðis- skoðun dýralækna kannaðir – Verðmætar upplýsingar fengust úr verkefninu um opinbert eftirlit Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnisstjóri heimaslátrunarverkefnisins.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.