Bændablaðið - 08.07.2021, Page 4

Bændablaðið - 08.07.2021, Page 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 20214 Það væsir ekki um hænurnar á bænum Tyrf ingsstöðum í Ása hreppi því þær hafa fengið gaml an húsbíl, sem „hænsna­ kofa“. „Já, bíllinn er hugs­ aður til þess að geta fært hæn urnar til og nýtt rótunarhæfileika þeirra til að vinna með landinu. Hænurnar eru þá ekki alltaf að róta bara í kringum bæinn, heldur er líka hægt að fara með þær aðeins frá og þannig fá þær fjölbreyttari fæðu líka. Hænurnar eru átta og þær virðast vera mjög sáttar við þennan nýja íverustað. Þær eru búnar að vera í honum í hálfan mánuð og fóru út og inn strax á fyrsta degi. Þær hættu til dæmis ekki að verpa eða neitt svoleiðis. Hugmyndin er síðan að keyra með þær í róleg­ heitum í bílnum í nýja haga,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir, hænsna­ bóndi á Tyrfingsstöðum. /MHH FRÉTTIR Árna R. Örvarssyni brá nokkuð í brún nýlega þegar hann var að ganga um æðarvarpið sitt og fjölskyldunnar að Hraunum í Fljótum en þar er æðarvarp með um 3.000 æðarkollum. Árni lýsir því sem gerðist þannig: „Já, á göngu minni einn daginn þar sem ég fór yfir varpið í síð­ asta sinn að safna dún, ramba ég á ósköp venjulega æðarkollu á hreiðri. Kollan fer af hreiðri þegar ég nálgast og við mér blasa tveir, snæhvítir æðarungar og mig rak í rogastans, þetta hafði ég ekki séð áður. Ég aflaði mér upplýsinga og samkvæmt fuglafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun er þetta afar sjaldgæft að finna hvítan æðarfugl eða unga og því mjög merkilegt þegar slíkt gerist,“ segir Árni, ánægður með nýju, hvítu ungana sína. /MHH Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Gleraugu með glampa og rispuvörn Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0 19.900 kr. Margskipt gleraugu Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tv r vikur) 39.900 kr. gleraugu umgjörð og gler Hvítur æðarungi í lófa. Myndir / Árni R. Örvarsson Snæhvítir æðarungar komu í heiminn á Hraunum í Fljótum Hvít æðarsystkini í hreiðri á Hraunum í Fljótum. Að sögn fuglafræðings Náttúrufræðistofnunar þykir slíkt afar sjaldgæft. Sennilega er þá enn sjaldgæfara að það finnist fleiri en einn hvítur æðarungi í sama hreiðrinu. Hænur í húsbíl á Tyrfingsstöðum Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að búið sé að halda fund vegna ástandsskoðunar sem gerð var á Hótel Sögu og í framhaldi af þeim fundi hafi bæði seljendur og kaup­ endur ákveðið að hittast aftur og halda viðræðum áfram. Gunnar segir að búið sé að upplýsa Arion banka um stöðu viðræðnanna. Viðræður Bændasamtaka Íslands og hugsanlegra kaupenda á Hótel Sögu (Bændahöllinni) eru enn í gangi. Fjárfestahópurinn sem er að skoða kaupin tengist meðal annars Hótel Óðinsvéum. Gangi kaupin eftir áforma nýir eigendur áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni. Vonast eftir farsælli niðurstöðu Á fundi sem haldinn var fyrir hádegi miðvikudaginn 7. júlí var ákveðið að halda viðræðunum áfram. „Báðir aðilar vona að viðræðurnar leiði til far sællar niðurstöðu. Það eru áformaðar áfram­ haldandi viðræður og báðir aðilar að skoða málið nánar og við komum því til með að verða aftur í sambandi fljótlega,“ segir Gunnar. Rekstrarvandi Áður en Covid­19 faraldurinn skall á hafði verið farið í ýmsar kostnaðar­ samar endurbætur á Hótel Sögu sem leiddu til mikils rekstrarvanda. Hótel Saga er undir ákvæði laga um fjárhagslega endur skipu­ lagningu og hótelrekstri var lokað um óákveðinn tíma frá og með 1. nóvember 2020. Fram að því höfðu verið 236 herbergi í rekstri auk annarrar starfsemi í þessu 20 þúsund fermetra húsi, þar á meðal skrifstofur Bændasamtaka Íslands. Auk þeirra fjárfesta sem Bænda samtök Íslands hafa átt í við ræðum við undanfarið um kaup á Hótel Sögu hefur Háskóli Íslands lýst áhuga á kaupum á Bænda­ höllinni. /VH Hænurnar og nýi „hænsnakofinn“ þeirra, sem er gamall grænn húsbíll. Myndir / Hulda Brynjólfsdóttir Hænurnar og fíni húsbíllinn á Tyrfingsstöðum í Ásahreppi. Hótel Saga – Bændahöllin: Viðræður um kaup standa enn Gunnar Þorgeirsson. Bændahöllin við Hagatorg í Reykjavík. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.