Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 2021 13 Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) og Geitfjárræktarfélag Íslands fengu nýlega styrk frá erfðanefnd landbúnaðarins til að gera arfgerðarrannsóknir á geitum. Markmið verkefnisins er að auka þekkingu á erfðafræðilegri stöðu stofnsins á arfgerðum sem tengjast næmi fyrir riðu. Riða kom upp á sauðfjárbúum í Skagafirði í nóvember á síðasta ári og þurfti í kjölfarið að skera niður bústofna bæði sauðfjár og geitfjár, jafnvel þótt smit hafi ekki verið staðfest í geitunum. Segja reglur fyrir um að skera þurfi niður bæði sauðfé og geitfé komi riða upp á bæjum með bæði búfjárkyn – en ekki hefur greinst riða í íslensku geitfé og er stofninn skilgreindur í útrýmingarhættu. Birna K. Baldursdóttir, lektor við LbhÍ, heldur utan um verkefnið og segir hún að mjög mikilvægur þáttur í að sporna við þeirri miklu skyld leikarækt sem hrjáir stofninn sé að nýta sæðingar. „Það er því nauðsynlegt að fá betri upplýsingar um „arfgerðarlandslagið“ í stofn­ inum hvað næmi fyrir riðu varðar og kanna hvort hægt verði að haga varðveislustarfi með tilliti til þess.“ Tekið tillit til næmi arfgerða við riðuniðurskurð Hún segir að auk þess muni það leiða af rannsóknunum að hægt verði að velja hafra á sæðingastöð sem hafa lítið eða ekkert næmi fyrir riðu, sem verði þá sambærilegt við verklagið á sauðfjársæðingastöðvum. „Í nýlegri reglugerð Evópu­ sambands ins um varnir og útrým­ ingu á TSE – transmissible spongi­ form encephalopathies – sjúkdóm­ um hjá nautgripum, sauðfé og geit­ um er tekið tillit til næmi arfgerða fyrir hefðbundinni riðu þegar skera á niður. Þar kemur fram að val á gripum með verndandi arfgerðir geti verið áhrifarík aðferð í baráttunni gegn riðu og hreinn niðurskurður gripa án tillits til arfgerða geti haft neikvæð áhrif á erfðafjölbreytileika búfjárkynja sem eru viðkvæmir eða í útrýmingarhættu,“ segir Birna. /smh Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Við hjá Landsneti óskum eftir ábendingum vegna fyrirhugaðrar tengingar í raforkukerfinu frá Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Svæðið hefur verið skoðað af sérfræðingum okkar og þeirra mat er að núverandi línustæði henti að mestu ágætlega. Línuleið samsíða eldri línu verður því einn valkostanna í komandi umhverfismati. Fleiri valkostir geta komið til álita og því óskum við eftir hugmyndum varðandi línuleiðir (alla leið eða hluta af leið), gerðir mastra og aðgerðir til að lágmarka áhrif. Farið verður yfir allar hugmyndir og í kjölfarið tekin ákvörðum um valkosti sem verða metnir og bornir saman í áframhaldandi samráði. Leitast verður eftir því að lágmarka áhrif á viðkvæm og mikilvæg svæði. Því óskum við jafnframt eftir ábendingum um svæði sem fólki þykir hafa sérstakt gildi. Markmiðið er að komast að skynsamlegri niðurstöðu um aðalvalkost, þar sem tekið er tillit til sem flestra þátta með hliðsjón af öryggi, umhverfi og efnahag. Hægt er að koma ábendingum á framfæri á landsnet.is til 19. júlí næstkomandi. Vefsjá Holtavörðuheiðarlínu 1 er aðgengileg hér: hh1.netlify.app Taktu þátt í að leggja línurnar fyrir spennandi framtíð Holtavörðuheiðarlína 1 HAFÐU ÁHRIF ® Við erum með réttu fötin fyrir þig! Finnski skóframleiðandinn Sievi fagnar 70 ára afmæli í ár. Í tilefni tímamótanna voru framleiddir sérstakir afmælisskór sem verða á sérstöku afmælistilboði á meðan birgðir endast. Föstudaginn 9. júlí munum við fagna tímamótunum með kaffi og kökum í verslun fyrirtækisins að Nethyl 2a. Sievi - The Mark of Quality Vefverslun: Khvinnufot.is Arfgerðarrannóknir gerðar á geitum með tilliti til næmi fyrir riðu: Markmiðið er að auka þekkingu á erfðafræðilegri stöðu stofnsins – Reglugerðir ESB taka tillit til næmi arfgerða fyrir riðu vegna niðurskurðar Birna Kristín Baldursdóttir hefur umsjón með arfgerðarrannsóknum á ís- lenskum geitum. Sameining sveitarfélaga: RR ráðgjöf skoðar málin í Skagafirði Sveitarfélagið Skagafjörður og hreppsnefnd Akrahrepps hafa tekið tilboði frá RR ráðgjöf í vinnu við ráðgjöf og verkefnastjórn vegna hugsanlegrar sameiningar þessara sveitarfélaga. Í vinnunni felst m.a. ráðgjöf, gagnaöflun og upplýsingamiðlun vegna könnunar á kostum, göllum og tækifærum sem felast í mögu­ legri sameiningu. Niðurstöður greiningarinnar verða nýttar til samráðs við íbúa sveitarfélaganna þannig að þau geti í kjölfarið tekið ákvörðun um hvort þau hyggist ráðast í formlegar sam­ einingarviðræður. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.