Bændablaðið - 08.07.2021, Page 22

Bændablaðið - 08.07.2021, Page 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202122 LÍF&STARF Félagarnir Johan Andersson og Gunnar Dan Wiium eru forsvarsmenn hampræktunar í Waldorfskólanum Sólstöfum í Reykjavík. Þar, í tengslum við sjálfbærnilotu skólans, hafa börn- in í 6.–7. bekk fengið að fræðast um möguleika iðnaðarhamps og meðal annars fengið Loga Unnarsson Jónsson, meðstjórnanda Hampfélags Íslands í heimsókn. Í kjölfarið forræktuðu nemendur hampplöntur og nú síðast í lok skóla- ársins gróðursett afraksturinn, alls 2.500 plöntur á lóð í Skammadal. Áætlað er að ekki síðar en í haust hafi plönturnar náð þeim þroska að eftir uppskeru sé hægt að vinna úr þeim hráefni til að steypa pitsuofn á skólalóðinni! Gaman er að segja frá því að hampsteypa er umhverfi- svæn á þann hátt að hún andar og kemur þannig í veg fyrir myglu, jafnframt því að vera bæði einangr- andi og eldþolin. Planta sem getur orðið allt að tveimur metrum að hæð „Við fengum yrki sem heitir 'Erlina' frá Hampfélaginu, en það hentar mjög vel fyrir íslenskt loftslag. Plantan, sem getur orðið allt að tveimur metrum að hæð, er sérstaklega hugsuð til ræktunar fyrir stönglana – eða trefjarnar sem fást úr þeim. Hann Logi Unnarsson Jónsson heimsótti okkur í skólann fyrir nokkru og í kjölfarið kviknaði áhugi hjá okkur Johani, í hvað væri hægt að nýta plöntuna,“ segir Gunnar. Hægt er að vinna „steypu“ úr hampinum „Já, eða til dæmis hvernig plantan tengdist mat ... segir Johan bros- andi, enda kokkur í skólanum og mikill áhugamaður um sjálfbærni. Eitt af því sem Logi ræddi um og sýndi okkur var að hægt er að vinna „steypu“ úr hampinum, og þá kom hugmyndin að pitsuofni!“ „Nú, við höfðum verið að for- rækta hampfræ í skólanum, í sjálfbærnilotu með krökkunum í 6.–7. bekk, með það fyrir augum að gróðursetja afraksturinn uppi í Skammadal og nýta jurtina í eitthvað spennandi. Og þarna kom það! Pitsa alla föstudaga! Í framhaldinu komumst við að því að það er til vél sem flakkar á milli hampbænda, en með henni er hægt að aðskilja trefjarnar frá tréninu. Steypan er svo búin til í hlutföllunum 1-1-1, eða trefjar, vatn og kalkþörungur. Logi, sem er lærður byggingatæknifræðingur, hafði gert tilraun með að bræða saman þessa blöndu sem myndaði steypuklump. Það var samt svo klikkað að halda á klumpinum sem vanalega myndi vega um 5 kg – en hann var kannski tæpt kíló,“ segir Gunni. „Reyndar gæti verið gott að blanda fjórða efninu við, einhverju bindiefni eins og þara eða mögulega kúaskít. Við áætlum bara að taka eitt skref í einu með bjartsýnina að vopni,“ bætir Johan við. Þar sem nemendur skólans eru í reglulegum handverks- og sjálfbærnilotum sjá þeir Gunni og Johan fyrir sér að hægt væri að virkja þá við smíði og hönnun pitsuofnsins. „Við verðum með steypusökkul og steypum svo ofan á hann,“ segir Gunni ákveðinn. Pælingin er, til þess að fá ofninn kúlulaga, að nota Pilatesbolta (sem væri mögulega hægt að nappa á skrifstofu skólans) og steypa utan um hann einhvern veginn. Það gæti verið handverkslota fyrir krakkana. Uppskeran væri þá ein handverkslotan, að ná hráefninu úr plöntunni væri önnur, ein handverkslota mögulega notuð í að búa til steypuprufur, svo ein í að búa til mótið ... þetta á eftir að koma í ljós. Svo er það sem Logi ekki veit, að prufa hvort steypan þoli 3–400 gráða hita því það er það sem við þurfum svo við getum haft pitsu alla föstudaga,“ segja þeir félagar fullir sjálfstrausts, vitandi það að hampur er nytjajurt framtíðarinnar. /SP Jákvæð áhrif og eiginleikar hampplöntunnar kynntar komandi kynslóðum: Með föstudagspitsuna í bígerð – Handverks- og sjálfbærnilotur Waldorfskólans Sólstafa Johan Andersson og Gunnar Dan Wiium, frumkvöðlar og ræktendur iðnaðarhamps í Skammadal. Myndir Magnea og Vigdís. Hampplöntur binda meira kolefni og framleiða meira súrefni en nokkur planta, auk þess að hreinsa jarðveginn. Trefjar, tréni og hampsteypa. UTAN ÚR HEIMI Vísindamenn við Háskólann í Leicester endurskapa tækni úr matvælaiðnaði og lækningum til endurvinnslu á bílarafhlöðum: Ný endurvinnslutækni er sögð 100 sinnum fljótlegri og vistvænni en eldri aðferðir Vísindamenn við Háskólann í Leicester hafa þróað nýja og snjalla aðferð til að endurvinna rafhlöður rafknúinna ökutækja með nýrri nálgun sem margir hafa kynnst í tannlæknastólnum. Það voru vísindamenn Faraday stofnunarinnar sem unnu að verkefni um endurvinnslu liþíumjónarafhlöðu (ReLiB) undir forystu Andy Abbott, prófessors við Háskólann í Leicester, sem uppgötvuðu þessa nýju en samt þrautreyndu aðferð. Tæknin felur í sér að nýta hljóðbylgjur, til að aðskilja dýrmæt efni frá rafskautum svo að hægt er að endurheimta efnið að fullu úr rafhlöðum að loknum líftíma þeirra. Greint var frá þessu á vefsíðu Science Daily 29. júní síðastliðinn. Núverandi endurvinnsluaðferðir við endurnýtingu litíumjónaða rafhlöðu væri að setja venjulega rafgeyma í tætara eða í háhitaofn. Síðan er þörf á flóknu eðlis- og efnafræðilegu ferli til að ná úr þessu nothæf efni. Þessar endurvinnsluleiðir eru orkufrekar og óhagkvæmar. Sýnt hefur verið fram á að með nýju aðferð vísindamann í Leicester-háskóla er hægt að endurheimta um 80% af því liþíum sem var í upprunalegu rafhlöðunum og í hreinna ástandi en mögulegt er með eldri aðferðum. Vandinn snerist um að aðskilja dýrmæt efni Áskorun vísindamannanna snerist um hvernig ætti að aðskilja mikilvæg efni svo sem liþíum, nikkel, mangan og kóbalt úr notuðum rafhlöðum á fljótlegan, hagkvæman og umhverfisvænan hátt. Hafa þeir dottið niður á nýja aðferð sem aðlagar tækni sem þegar er í mikilli notkun í matvælaiðnaðinum og m.a. í tannlækningum. Það er „Ultrasonic delamination“ tækni sem sprengir í raun virku efnin sem sóst er eftir úr rafskautunum og skilur eftir ál eða kopar. Ferlið hefur reynst mjög árangursríkt við að fjarlægja grafít og liþíum nikkel, mangan og kóbalt oxíð úr rafhlöðunum sem almennt er þekkt sem NMC. Rannsóknirnar hafa verið birtar í Green Chemistry og rannsóknarteymið undir forystu prófessors Abbott, sem hefur sótt um einkaleyfi á tækninni. 100 sinnum fljótlegri og vistvænni endurvinnsluaðferð „Þessi nýja aðferð er 100 sinnum fljótlegri og vistvænni en hefðbundin tækni til að endurvinna rafhlöður. Þá leiðir hú til meiri hreinleika endurheimtra efna. Það virkar í meginatriðum á sama hátt og afkölkunartæki tann- læknis og brýtur niður límbönd milli húðarlagsins og undirlagsins. Það er líklegt að upphafleg notkun þessarar tækni muni fæða endurunnið efni beint aftur í framleiðslu línunnar fyrir rafhlöður. Þetta er raunverulegt skref sem gjörbreytir endurvinnsluferli rafgeymanna,“ segir Andy Abbott. „Til að hámarka notagildi rafhlöðutækninnar og innleiðingu hennar í Bretland verðum við að horfa á allt ferlið, frá námuvinnslu mikilvægra efna til framleiðslu rafgeyma og endurvinnslu þeirra. Þannig verðum við að skapa hringrás í hagkerfi sem er bæði sjálfbær fyrir jörðina og arðbært fyrir iðnaðinn,“ segir Pam Thomas, prófessor og forstjóri Faraday stofnunarinnar. „Rannsóknarhópurinn er í frumviðræðum við nokkra rafhlöðuframleiðendur og endurvinnslufyrirtæki um að setja upp tæknibúnað á þeirra iðnaðarsvæðum á yfirstandandi ári með það að markmiði að veita leyfi fyrir nýtingu tækninnar til lengri tíma. Rannsóknarteymið hefur prófað tæknina frekar á fjórum algengustu rafhlöðutegundunum og komist að því að hún skilar sömu afköstum í öllum tilvikum.“ /HKr. Háskólinn í Leicester. Mjög dýrt og kostnaðarsamt hefur verið að endurvinna dýru málmefnin sem er að finna í bílarafhlöðum. Þá er það líka mjög orkufrekt og óvistvænt. Ný tækni vísindamanna við Leicester-háskóla kann að gjörbreyta stöðunni og mögulega einnig á viðhorfum fólks til liþíum-Ion rafhlaðanna. Tækni sem er vel þekkt við tann- lækningar m.a. við hreinsun á tann- steini kann nú að reynast mikil væg við endurvinnslu á bíla raf hlöðum.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.