Bændablaðið - 08.07.2021, Side 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202132
NYTJAR HAFSINS
Enn sker Hafró niður þorskaflann í
von um að geta veitt meira seinna
Nýlega ráðlagði Hafró 13% lækk-
un þorskkvótans en að þeirra
mati hefur þorskstofninn minnk-
að um 22% ára, ekki verði veitt
meira en 222.373 tonn af þorski
á fiskveiðiárinu 2021/2022. Sögðu
að stofninn hefði verið vanmet-
inn undanfarin ár og nú þyrfti að
bregðast við því. Stofnunin sagði
að ef „sveiflujöfnun í aflareglu“
hefði ekki komið til hefði ráðgjöf-
in lækkað um 27%. Það er því
útlit fyrir meiri lækkun næsta ár.
Árátta Hafró að vera sífellt að
endurmeta stofninn aftur í tímann
er stórfurðuleg. Skil ekki að þetta
skuli leyfilegt. Þessu má líkja við að
birgðastjóri í vöruskemmu uppgötvi
að birgðirnar hafa minnkað síðan í
fyrra. Þá heldur hann því fram að
hann hafi vanmetið þær árið áður
þegar raunin var einfaldlega sú að
það hafði verið brotist inn og stolið
úr skemmunni.
Þrátt fyrir mikla gagnrýni á
undanförnum árum tekur Hafró ekki
tillit til vistfræðilegra breytinga eins
og breytilegs fæðuframboðs, brott
hvarfs makríls, mismunandi stærðar
loðnustofns, afráns, sjálfáts og fleiri
þátta, sem hafa áhrif á stofnþróun
þorsks og annarra botnfiska, hvað
þá að þeir taki tillit til aflabragða
sem núna eru með eindæmum góð.
Þeir halda sig við reikniformúlur
og nærri hálfrar aldar hugmynda
fræði sem hafa valdið því að þorsk
afli er varla hálfdrættingur þess
sem hann var áður en þeir tóku upp
„vísindalega stjórnun fiskveiðanna.“
Ráðherra samþykkti nýlega þess
ar tillögur Hafró og rök hans vöktu
mér óhug vegna þess að nú er svo
komið að ráðherrann segist ekki geta
farið á svig við Hafró vegna vottana
frá erlendum aðilum sem hafa miklar
þýðingar fyrir íslenskan sjávarútveg.
Með öðrum orðum, þá ráðum við
Íslendingar ekki lengur hvernig við
nýtum okkar eigin fiskimið. Orðrétt
var haft eftir ráðherranum:
„...að það séu vonbrigði að þurfa
að grípa til skerðinga, [...] „en
ástæðan er meðal annars sú að tveir
árgangur innan viðmiðunarstofnsins
eru litlir. Við þær aðstæður kemur
hins vegar ekki til greina að falla í þá
freistni að láta skammtímasjónarmið
ráða för og fara gegn hinni vísinda
legu ráðgjöf með tilheyrandi óvissu
um meðal annars vottanir sem hafa
mikla þýðingu fyrir íslenskan sjáv
arútveg.“
Ég hef gagnrýnt aðferðir Hafró
í gegn um árin og að þessu til
efni endurbirti ég hér 13 ára grein
(Brimfaxi janúar 2008) þar sem farið
er yfir árangur af fiskveiðistefnunni
og kennisetningarnar að baki henni.
Ekkert hefur breyst, stjórnmálamenn
hlýða og fréttamenn eru hættir að
spyrja spurninga.
Hernaðurinn gegn
sjávarútveginum
Aðförin að sjávarútveginum held
ur áfram, því enn berast nei kvæð ar
niðurstöður frá Hafró um þorsk
stofninn. Niðurstöður haust ralls
voru kynntar í byrjun desember og
reyndist vísitalan hafa minnkað um
20% frá í fyrra. „Þetta er svipað og
við bjuggumst við,“ sögðu snilling
arnir. Ekki hafa verið veidd nema
tæp 200 þús tonn, svo vöxtur í stofn
inum er enginn. Hann nær ekki að
framleiða nóg til að standa undir
veiðinni við þessa litlu sókn, hvað
þá að vaxa.
Ein skýringin er sú makalausa
setning að „nú eru lélegir árgangar
að bætast í veiðistofninn“! En hvað
með hina árgangana sem voru þar í
fyrra? Maður skyldi halda að þó lítið
bættist við eitthvað ætti það samt
að stækka. Vöxtur þess sem var til
áður en lélegu árgangarnir bættust
við er því minni en enginn. Svona
röksemdir eru endaleysa.
Furðulegast af öllu er að ráða
menn skulu leyfa Hafró að halda
þessari niðurrifsstarfssemi áfram
endalaust. Nú sitja í ríkisstjórn 2
ráðherrar sem áður hafa lýst mikilli
vantrú á ráðgjöf Hafró, en þeir hafa
nú snúist um 180 gráður og beygja
sig í duftið. Annar er ráðherra sjávar
útvegs en hinn ráðherra byggðamála.
Þetta vekur upp spurningu um hvað
valdi þessari hlýðni við "vísindin"
og hver RAUNVERULEGA stjórni
þessu. Það er ekki aðeins verið að
valda tjóni á Íslandi heldur riðar
sjávarútvegur til falls víðast í hinum
vestræna heimi. það er verið að búa
til hungursneyð með því að banna
mönnum að sækja sjó.
Sagan
Það er búið að gera tilraun til að
byggja upp eða stækka þorsk
stofninn með því að draga úr
veiðum. Tilraunin hefur staðið í 30
ár. Árangurinn er að afli á næsta
fiskveiðiári verður aðeins fjórð
ungur af því sem hann var þegar
tilraunin hófst. Í byrjun var lofað
skjótum árangri, 400 500 þús tonna
jafnstöðuafla úr stofninum. Í stórum
dráttum var farið eftir ráðgjöfinni,
möskvi var stækkaður og það leiddi
til mjög minnkaðs veiðiálags á smá
fisk, sem var ætlunin.
Sérstakar aðgerðir til verndar
smáfiski, sem unnt var að fara í
þegar Bretar yfirgáfu miðin 1976,
reyndust mjög vel. Þannig var veiði
stofn í byrjun tilraunar miðaður við
3 ára fisk og eldri en þegar frá leið
breyttist þetta í að vera 4 ára og
eldri. Þarna tókst vel til, afli fór vax
andi. Þrátt fyrir s.k. skrapdagakerfi
sem tekið var upp til að hemja af
þorskaflann, fór hann í 465 þús. tonn
1981. En galli varð á gjöf Njarðar
því fljótlega dró úr vexti og afli féll
um tæp 200 þús. tonn milli áranna
1981 og 1983.
Þegar þarna var komið hefðu
menn átt að sjá að tilraunin hafði
misheppnast og hugsa sinn gang.
Mikil gagnrýni á þessum tíma fólst
í að í stað þess að skera niður, ætti
að auka veiðarnar til að koma á
jafnvægi í fæðubúskapnum. En
sérfræðingarnir voru staðfastir,
niður skyldi skera og ráðherrann
stóð með þeim.
Kvótakerfið sett á svo unnt væri
að takmarka enn betur aflann því
menn skýrðu aflabrestinn með
ofveiði. Fyrstu árin var farið nokk
uð fram úr ráðgjöf og afli fór aftur
vaxandi, stofninn hafði minnkað
og fæða aukist. Tveir mjög stórir
árgangar fæddust upp úr þessu stofn
hruni, árgangarnir 1983 og 84, tveir
stærstu samliggjandi árgangar sem
fram hafa komið í sögunni.
Merkilegt nokk fóru tillögur
Hafró hækkandi þrátt fyrir að farið
væri fram úr ráðgjöf á hverju ári.
Árið 1987 var séð hvert stefndi.
Flóar og firðir fyrir Norðurlandi
fylltust af horuðum svöngum smá
þorski sem m.a. hreinsaði rækjuna
úr Skagafirði, Öxarfirði og Húnaflóa
á einum vetri. Silunganet sem lögð
voru í Fljótavík fylltust af þorski
en enginn veiddist silungurinn.
Horaður smáþorskur sem minnti
helst á skiptilykla, var uppistaðan
í togaraaflanum við Vestfirði, þrátt
fyrir stækkaðan möskva í trolli.
Þessir árgangar, 83 og 84 entust
illa í afla, komu ekki fram sem stór
fiskur m.v. hve þeir mældust stórir
sem ungviði. Skýring Hafró var að
þeir hefðu verið veiddir gegndar
laust, stútað með ofveiði.
Miklu sennilegri skýring er að
þeir hafi drepist úr hungri. Sem
dæmi um magnið má nefna að
árgangur 1983 mældist 6 sinnum
stærri en meðaltal árganga 1986
2003 sem 2 ára fiskur. Saman mæld
ust 83 og 84 árgangarnir, þegar
þeir voru 2 ára svipað stórir og þeir
11 árgangar samanlagðir sem eftir
komu! (tafla 3.1.11. í Ástandsskýrslu
2007). Summan af þeim 3 ára var
stærri en summa næstu sex árganga
þar á eftir. En þeir hurfu út í myrkrið,
brunnu upp í hungri sem stafaði af
vanveiði.
Kenningarnar
Hafró hefur komið sér upp nokkrum
kennisetningum fram og heldur í
þær dauðahaldi. Þegar að er gáð
standast þær hvorki nánari skoðun
né heldur reynslu. Segja má að hug
myndafræði Hafró brjóti í bága við
náttúrulögmál, almenna vistfræði
og reynslu. Skoðum kennisetningar
þeirra nánar:
1. Hrygningarstofninn þarf að
vera stór til þess að hann gefi af
sér góða nýliðun
Sé stærð hrygningarstofns og ný
liðun þorskstofnsins er sett upp í
tímaröð kemur annað í ljós. Þegar
hrygningarstofninn vex þá minnkar
nýliðun. Þegar hrygningarstofn fer
minnkandi þá vex nýliðun. Þetta er
í hróplegu ósamræmi við það sem
Hafró heldur fram.
Þetta öfuga samband má skýra
þannig að þegar hrygningarstofn
er stór, er heildarstofn einnig stór
og hvorki þörf, pláss né matur
fyrir ungviði. Það hefur takmark
aða möguleika til uppvaxtar og
er oft étið af stærri fiski. Þetta er
hin sjálfvirka stjórnun stofnsins á
sjálfum sér.
2. Mikilvægt er að friða
smáfisk svo hann nái að stækka
og fleiri verði stórir
Reynslan hefur leitt í ljós að þetta
hefur ekki gengið eftir. Friðun
smáfisks veldur auknu beitarálagi
á fæðudýr, þau eru étin upp áður
en þau ná að gagnast stærri fiski.
Stærri fiskur þarf því að velja um
að svelta eða éta undan sér. Hvort
tveggja virðist gerast. Árið 1998
Jón Kristjánsson.
Stærð hrygningarstofns og nýliðun þorsks 19642016 (uppfærð mynd). Sjá má að allt til 1987 sveiflast
nýliðun reglulega. Á þessu tímabili er ekki að sjá jákvætt samband hrygningarstofns og nýliðunar, fremur hið
gagnstæða: Stór stofn gefur litla nýliðun og öfugt. Stigsmunur verður á nýliðun eftir 1984 þegar stjórnun
með aflamarki hefst. Meðal nýliðun fellur úr 212 milljónum í 133 milljónir 3 ára fiska. Líklegt er að stjórnun
með aflamarki takmarki aflatoppa og feli þar með nýliðun – og vanmeti stofnstærð.
Smáfiskadráp Breta. Hér má sjá samanburð á lengdardreifingu í afla
íslenskra og breskra togara árin 196064 að báðum árum meðtöldum.
Sýndur er fjöldi fiska í 5 cm lengdarflokki, samtals fyrir öll árin.
Lengdarflokkar eru skilgreindir þannig að í flokknum 25 t.d. eru fiskar
á bilinu 2529 sm. Helmingur aflans, að fjölda til, er jafn eða undir 55
cm. þeim viðmiðunarmörkum sem notuð eru í dag. Einnig er athyglisvert
að bera saman lengdardreifingu hjá Íslendingum og Bretum. Takið
eftir muninum í afla, bresku togararnir veiða 7 sinnum fleiri fiska en
þeir íslensku. Á þessum árum veiddu útlendingar, aðallega Bretar, um
160 þúsund tonn af þorski við landið á ári. Það er jafn mikið og allur
þorskaflinn er í dag. Það hljómar því vægast sagt einkennilega þegar
fullyrt er í dag að smáfiskadráp komi í veg fyrir stækkun þorskstofnsins
(eftir Jón Jónsson 1965).
Þegar býsnast var yfir smáfiskadrápi og meintri ofveiði 1964, sendi
þáverandi forstjóri Hafró, Jón Jónsson, þetta frá sér:
„...fjöldi einstaklinganna er ekki einráður um útkomuna, heldur
er vaxtarhraði hvers einstaklings mjög mikilsverður. Hæfileg grisjun
stofnsins er því mikilvæg til þess að viðhalda hámarksvaxtarhraða
einstaklinganna, þannig að bezt nýtist framleiðsla sjávarins hverju
sinni.“