Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 2021 37 með þau auðævi sem þeir gátu. Margir þeirra settust að í París og tóku upp fyrri neyslusiði og kav- íar varð gríðarlega eftirsóttur í borginni. Veiði á villtri styrju Árið 1556 lagði Ívan grimmi Rússakeisari undir sig stór land- svæði frá Svartahafi og austur að Kaspíahafi, þar sem Georgía, Armenía og Aserbaídsjan eru í dag. Með landvinningunum náðu Rússar yfirráðum yfir helstu styrjumiðum heims og um leið kavíarmarkaðinum. Í framhaldi af því tengdist kavíar rússneska aðlinum og vinsældir hans jukust meðal aðalsins í Evrópu og allt fram að rússnesku byltingunni og falli Romanov-ættarinnar 1917 tengdist neysla á kavíar kóngafólki og miklu ríkidæmi. Eftirspurnin eftir kavíar var svo mikil í valdatíð Péturs og Katrínar miklu á átjándu öld að það lá við að styrjustofninum væri útrýmt og á sumum stöðum er hann enn illa haldinn vegna ólöglegra veiða. Illa ígrundaðar og stórtækar áveituframkvæmdir í stjórnartíð Stalíns höfðu einnig verulega slæm áhrif á vistkerfi styrja og stuðluðu að hruni þeirra. Á árunum 2008 til 2011 var framleiðsla á kavíar bönnuð í Rússlandi á þeim forsendum að styrkja þyrfti styrjustofnana í landinu. Veiðar á styrju náðu hámarki í Norður-Ameríku um 1880. Mikið magn af styrjuhrognum var flutt út til Evrópu þrátt fyrir að gæði Ameríkukavíarsins þættu lakari en þess rússneska. Slyngir og óprúttnir hrognasalar í Evrópu áttu það til að kaupa ódýran kavíar frá Norður- Ameríku og umpakka honum og selja aftur vestur yfir Atlantshaf á mun hærra verði í umbúðum sem merktar voru sem rússneskur kavíar. Fljótlega eftir að kavíaræðið náði hámarki í Norður-Ameríku hrundu veiðarnar vegna ofnýtingar. Árið 2005 var innflutningur á kavíar úr villtri beluga-styrju bannaður til Bandaríkja Norður- Ameríku í viðleitni til að vernda stofninn fyrir ofveiði. Ári seinna fylgdi CITES í kjölfarið og samþykkti bann með verslun á hrognum úr villtri styrju. Banninu var að hluta til aflétt 2007 og verslun með 96 tonn af villtum styrjuhrognum leyfð og í dag eru Rússland og Stan-löndin í Mið-Asíu helstu útflytjendurnir. Eldi og framleiðsla Árleg heimsframleiðsla á kavíar er um 370 tonn á ári og kemur að langstærstum hluta úr eldi og árleg aukning í framleiðslu er um 6,4%. Kína er stærsti framleiðandinn með um 60% heimsframleiðslunnar. Stærsti framleiðandinn í Kína er fyrirtæki sem kallast Kaluga Queen og elur styrjur í Qiandao-vatni í Zhejiang-héraði í Austur-Kína. Ísrael framleiðir um fjögur tonn af kavíar í ánni Dan, sem er ein af hliðarám árinnar Jórdan. Ítalir voru lengi gildandi á mark- aði með styrjuhrogn en vegna ofveiði fjaraði undan þeim. Árið 1972 hurfu styrjur nánast að fullu úr ám í Ítalíu en á allra síðustu árum hefur sést eins- taka fiskur í ánni Pó. Allur kavíar sem framleiddur er á Ítalíu í dag, um 25 tonn á ári, kemur úr eldi. Kanada og Bandaríki Norður- Ameríku framleiddu mikið af kavíar úr villtum vatnastyrjum (A. fulvescens), stuttnefsstyrju (A. brevirostrum) og Atlandshafastyrju (A. oxyrinchus oxyrinchus) á fyrri hluta 20. aldar. Allar tegundirnar eru taldar í útrýmingarhættu í dag vegna ofveiði. Madagaskar var fyrsta Afríkuríkið til að hefja eldi styrju og framleiðslu á kavíar árið 2018. Úrúgvæ er stærsti útflytjandi styrjuhrogna í Suður- Ameríku. Í Moldavíu eru framleidd um fimm tonn af beluga kavíar á ári og Malasía hefur verið að færa sig upp á skaftið í styrjueldi og markaðs- setur hrognin undir heitinu Tropical Caviar. Sádi-Arabía hóf styrjueldi árið 2001 og framleiðslu á kavíar 2007 og árið 2015 var ársfram- leiðslan þar komin í 35 tonn. Auk þess sem eitthvað er framleitt á kavíar á Spáni og á Bretlandseyjum. Kavíarmauk Þrátt fyrir að kavíar hafi notið mikilla vinsælda meðal aðalsins í Evrópu í aldaraðir var erfitt að fá fersk og léttsöltuð styrjuhrogn utan Rússlands þar til um miðja 19. öld. Fyrir þann tíma voru hrognin marin í mauk og ríflega söltuð til geymslu og flutnings. Þetta breytist árið 1859 með tilkomu járnbrautarlestar sem lág milli ánna Volgu og Don sem voru á sínum tíma helstu flutnings- æðar keisaradæmisins. Frá bökkum Don voru þau svo flutt til hafna við Svartahaf og þaðan sjóleiðina til Evrópu og hirða hefðarfólksins. Vinnsla Til að gæði kavíars verði sem mest er best að kreista hrognin úr hrygn- unum á meðan þær eru lifandi en oftar en ekki eru hrygnur í eldi drepnar áður en hrognin eru tekin úr þeim. Í hrognum úr dauðum hrygnum eru ensím sem skemma bragðið þeirra á skömmum tíma. Hrognin eru síðan sigtuð til að losa þau við himnu sem umlykur þau og skoluð. Að því loknu eru þau sett í saltpækil og loftþéttar umbúðir sem eru geymdar í ár við hita rétt undir frostmarki. Í geymslunni taka hrognin í sig saltið úr pæklinum sem bæði eykur geymsluþol þeirra að gefur þeim aukið saltbragð. Kavíar í bíó James Bond, leyniþjónustu maðurinn snjalli, er þekktur fyrir dýran smekk og pantaði aldrei annað en beluga-kavíar og gerði það í kvik- mynd unum On Her Majesty's Secret Service, A View to A Kill, The World is Not Enough og Casino Royale. „Kavíar“ í kvik- myndum er oftar en ekki gerður úr plasti eða að hann er gerður úr trölla- þara (Laminaria hyperboea) og finnst villtur í Norður- Atlantshafi. Tröllaþarakavíarlíki er einnig á boðstólum fyrir veganista. Kavíar á Íslandi Á Íslandi og víðast um heim eru hrogn ýmiss konar fiska á boðstólum oft kölluð kavíar. Slíkt er rangnefni því einungis hrogn úr fáeinum tegundum styrja teljast sem kav- íar. Grásleppuhrogn og hvað þá þorskhrogn í túpu teljast ekki kav- íar, ekki einu sinni kavíar fátæka mannsins. Í öðrum árgangi 1917, blaðs sem kallaðist Höfuðstaðurinn, segir að: „Austurríkismenn hafa bannað innflutning á öllum óþarfavörum, og skrautgripum til þess að koma í veg fyrir að fé fyrir það gangi út úr landinu. Meðal þess sem ekki má flytja inn eru ostrur, ávextir, kampavín, kavíar, kniplingar, silki, gimsteinar, leikhúskíkirar, úr, ilm- vötn og hverskonar hljóðfæri.“ Þjóðverjar munu hafa verið fyrstir til að hefja framleiðslu á kavíarlíki sem unnið var úr grá- sleppuhrognum sem voru lituð svört eða rauð og bragðbætt. Grásleppukavíarlíki er mun ódýrara en kavíar og talsvert vin- sælt. Talsvert er framleitt af söltuðu grásleppuhrognalíki hér á landi í dag. Í frétt frá 1946 segir að nýlega hafi „komin á markaðinn ný tegund af íslenskum kavíar, sem hefir verið framleiddur til útflutn- ings og þótt mjög góð vara. Hefir framleiðslan hingað til verið seld til Bandaríkjanna með góðum árangri. Það er firmað Þorgeir Pálsson, sem framleiðir vöruna. Kavíarinn er búinn til úr grásleppu hrognum, en ekki þorsk hrognum, eins og mest af þeim kavíar, sem hjer hefir verið á boðstólum. Þeir, sem þekkja styrjukavíar fullyrða, að þessi nýja íslenska framleiðsla standi síst að baki honum, hvað bragð og gæði snertir. Þessi íslenski kaví- ar fæst nú hjer í matvöru búð um í fyrsta skifti og er seldur í smekk- legum umbúð- um, 30 gr. gler- glösum, eins og hann er fluttur til útlanda. Kavíar þykir hið mesta lostæti og er not- aður, sem álegg á brauð, einkum „cocktailsnittur“, eða hann er borinn fram kældur í ís, sem sjerstakur rjettur og þá oft neytt með kampavíni. Það væri gott, ef Íslendingar gætu fram- leitt samkeppnisfæra vöru á þessu sviði, eins og útlit er fyrir af þeirri reynslu, sem fengist hefir með þessari nýja framleiðslu.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi smábátaeigenda voru framleidd 660 tonn af grá- sleppuhrognakavíarlíki á Íslandi árið 2019. Styrjur eru þróunarlega fornir fiskar sem eru lengi að vaxa og geta sumar tegundir orðið allt að hundrað ára gamlar. Beluga-kavíar. Kavíar skorinn úr beluga-styrju í eldi. Lituð grásleppuhrogn eru seld sem kavíarlíki. Víða má fá þorskhrogn, í dósum eða púpum, sem markaðssett eru sem kavíar. Þorskhrogn eru ekki kavíar, ekki einu sinni kavíar fátæka fólksins, þau eru kavíarlíki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.