Bændablaðið - 08.07.2021, Qupperneq 39

Bændablaðið - 08.07.2021, Qupperneq 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 2021 39 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Nautsfeður Að undanförnu hefur Nautastöðin einkum verið að kaupa kálfa undan Pipar 12007, Jörfa 13011, Hálfmána 13022, Ými 13051, Hæl 14008 og Kláusi 14031. Þá er fyrstu synir Risa 15014 komnir í hús. Á næstu misserum verður sjónum einkum beint að kálfum undan Risa 15014, Steinari 15042, Mikka 15043, Tanna 15065 og Knetti 16006. Þeim tilmælum er beint til manna að láta sæða kýr á nautsmæðraskrá og efnilegar kvígur með einhverju eftirtalinna nauta; Mikka 15043, Knetti 16006, Jarfa 16016, Skírni 16018 eða Róðri 16019. Nautsmæður Á nautsmæðraskrá í Huppu (með rautt flagg) eru kýr með a.m.k. 107 í heildareinkunn, 90 fyrir fituhlutfall og 100 fyrir mjaltir. Þegar tilkynnt er um nautkálf undan væntanlegri nautsmóður eru aðrir þættir vegnir og metnir svo sem afurðir og frjósemi. Á skrá yfir efnilegar kvígur (með grænt flagg) eru kvígur sem eru með a.m.k. 108 í heildareinkunn, 90 fyrir fituhltfall og 100 fyrir mjaltir. Þegar tilkynnt erum nautkálf undan kvígu eru aðrir þættir skoðaðir og beðið fyrstu mælingar, kýrsýnis og ákveðinnar reynslu áður en ákvörðun um framhaldið er tekin. Eldri matadorar Til gamans er rétt að líta aðeins á hvar eldri toppnaut standa eftir þessa kynbótamatskeyrslu. Ef litið er til heildareinkunnar þá trónir Bambi 08049 á toppnum ásamt syni sínum, Bikar 16008, með 115. Næstir í röðinni koma Úlli 10089 og Jörfi 13011 með 114. Eitt mesta kynbótanaut allra tíma, Birtingur 05043, stendur svo með 113 og svo koma þeir Bakkus 12001 og Kambur 06022. Sjarmi 12090 er svo með 112 og þá eru Baldi 06010 og Hálfmáni 13022 með 111 ásamt Kola 06003, Dropa 10077 og Stera 13057. Athyglisvert er að sjá að Fossdal 10040 hefur styrkt sína stöðu og stendur nú sem dæmi jafnfætis jafnaldra sínum Úranusi 10081. Hæstu naut í nokkrum eiginleikum Ef litið er á nokkra einstaka eiginleika þá kemur í ljós að fyrir mjólkurafköst er Þytur 09078 langhæstur með 136, fyrir fituhlutfall í mjólk stendur Freri 15003 efstur með 127 en af þeim sem komu til framhaldsnotkunar er það Trölli 98023. Í próteinhlutfalli er Rumur 10006 hæstur með 132 en af nautum sem fóru í framhaldsnotkun eru Núpur 96013 og Lúður 10067 efstir með 128. Fyrir afurðir er svo Eitill 12022 efstur með 131 og honum fylgja Úranus 10081 og Jónki 16036 með 129 og 128. Ef horft er til júgurgerðar þá er Jörfi 13011 sem fyrr ókrýndur kon­ ungur þess eiginleika með 138 og á hæla honum koma Tanni 15065, Kári 16026 og Jarfi 16016 með 136. Hvað spenagerð varðar þá stendur Jarfi 16016 efstur með 130 en honum fylgja Polki 12099 með 127 og svo hver annar en Sorti 90007 með 125. Hvað mjaltir snertir standa þeir Úi 96016 og Úranus 10081 efstir með 132 en Bambi 08049 fylgir þeim eins og skugginn með 130. Varðandi skap þá er Bikar 16008 hæstur með 133, Stokkur 01035 fylgir fast á eftir með 130 og svo kemur Álmur 16007 með 129. Hvað er fram undan? Í síðasta nautapistli mínum benti ég á að kynbótastarf í nautgriparækt er langhlaup þar sem gott og vandað skýrsluhald og mikil og góð þátt­ taka í sæðingum eru undirstaðan. Við vinnum nú að algjörri umbyltingu nautgripakynbóta hérlendis þar sem segja má að við styttum þetta hlaup niður í millivegalengd, jafnvel spretthlaup. Undirstaðan verður eftir sem áður gott og vandað skýrsluhald og þátttaka í starfinu meðal annars með mikilli notkun sæðinga. Núna er hafin vinna við endur­ skipu lagningu á öllu kynbótamati nautgriparæktarinnar hérlendis en slíkt er nauðsyn til þess að nýta sér að fullu þá kosti sem erfða­ mengisúrval býður upp á. Eitt er að útfæra fræðin, annað að hrinda þeim í framkvæmd. Þarna glímum við nú við hin praktísku úrlausnarefni eins og að samræma allar keyrslur og sjálfvirknivæða svo sem kostur er. Slíkt er nauðsyn þegar horft er til þess hraða sem erfðamengisúrvalið hefur í för með sér en þá verður engan veginn ásættanlegt að geta ekki keyrt kynbótamat nema fjórum sinnum á ári. Á komandi mánuðum þarf að huga að fleiri þáttum. Þar á ég við hluti eins og áframhaldandi sýnatökur til arfgreininga og svo vinnu við nýtt kynbótaskipulag en núverandi kerfi mun verða kollvarpað í fyllingu tímans. Það eru því spennandi tímar fram undan í nautgriparæktinni. Kári 16026 frá Káranesi í Kjós. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is LOFTPRESSUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI Gerðu kröfur - hafðu samband við Gunnar í síma 590 5135 og kynntu þér þína möguleika. Við bjóðum upp á allar stærðir og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum. Mjög hjóðlátar og einfaldar í viðhaldi. Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu. Mikil eftirspurn eftir lóðum í Varmahlíð: Hraða gerð deiliskipulags vegna nýrra lóða í haust Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Varmahlíð í Skagafirði. Þrjár lóðir voru auglýstar lausar þar fyrir skemmstu og sóttu nokkuð margir um hverja lóð þannig að gripið var til þess að draga úr umsóknum. Í ljósi þessa áhuga er nú lögð áhersla á að hraða deiliskipulagi og hönnun fleiri lóða eins og kostur er. Stefnt er að því að hægt verði að úthluta nokkrum lóðum þegar á komandi hausti. Skagafjörður eitt atvinnusvæði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Sveitarfélaginu Skagafirði, segir ánægjulegt hversu mikinn áhuga fólk sýni því að búa í Varmahlíð. Raunar megi segja það sama um flesta þéttbýlisstaði í Skagafirði, íbúum hafi fjölgað á Sauðárkróki, Hofsósi, Hólum og Varmahlíð undanfarin ár. Þá sé einnig nokkuð um að fólk eignist skika á bújörðum og byggi hús hér og hvar í dreifbýlinu. „Skagafjörður er eitt atvinnu­ svæði, samgöngur eru góðar á milli þétt býlisstaða og fólk býr þar sem það helst vill og ekur í sína vinnu ef hún er á öðru svæði en heimilið,“ segir Sigfús Ingi. Hann segir að mestu skipti að innviðir séu í lagi, s.s. hitaveita, ljósleiðari, raforku­ tengingar og góðar samgöngur, þá geti fólk byggt hús þar sem það vill búa. Hann segir áhuga fyrir því að byggja íbúðarhús í Varmahlíð til þess að gera nýlegan, fyrir fáum árum var byggt þar eitt hús en síðan hafi verið fremur rólegt í nokkur ár. Framkvæmdir við tvö önnur hús eru þó komnar af stað þar og væntanlega hafist handa við íbúðabyggingar á þeim þremur lóðum sem úthlutað var nýlega, þannig að fimm hús séu í byggingu. 30 nýjar lóðir við Birkimel Sigfús Ingi segir að unnið sé að deiliskipulagi við Birkimel í Varmahlíð, en þar stendur til að bjóða upp á um 30 nýjar lóðir. Gerir hann ráð fyrir að um tveir þriðju lóðanna verði undir einbýlishús og síðan verði það sem eftir stendur ætlað undir par­ og raðhús. „Deiliskipulagsvinna stendur yfir og ef allt gengur að óskum er stefnan sú að bjóða fyrstu lóðirnar út síðla hausts eða snemma vetrar þannig að fólk geti hafist handa við undirbúning framkvæmda sem fyrst,“ segir Sigfús Ingi. Í Varmahlíð eru grunnskóli og tónlistarskóli undir sama þaki en leikskóli í öðru húsnæði. Að sögn Sigfúsar Inga stendur til að ráðast í gagngerar endurbætur á núverandi húsnæði grunn­ og tónlistarskóla til að auka notagildi þess og aðlaga að breyttum kennsluháttum. Stefnt er að því að leikskólinn fari undir sama þak en jafnframt er horft til þess að aðstaðan bjóði upp á talsvert mikla fjölgun nemenda í skólunum þremur. /MÞÞ Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Varmahlíð í Skagafirði. Margir sóttu um þrjár lausar lóðir fyrir skemmstu og þurfti að draga á milli umsækjenda. Deiliskipulagi verður hraðað sem kostur er svo hægt verði að bjóða nýjar lóðir með haustinu. HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS https://www.bbl.is/hladan Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 líka hægt að lesa á bbl.is og Facebook LÍF&STARF

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.