Bændablaðið - 11.03.2021, Síða 10

Bændablaðið - 11.03.2021, Síða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 202110 FRÉTTIR Myndin af námskeiði sem boðið er upp á fyrir matvælaframleiðendur á Norðurlandi vestra. Myndir / Vörusmiðjan SSNV og Vörusmiðja BioPol á Skagaströnd: Áframhaldandi stuðningur við smáframleiðendur Samtök sveitarfélaga á Norður­ landi vestra og Vörusmiðja BioPol á Skagaströnd hafa gengið frá samstarfssamn­ ingi um áhersluverkefnið Matvælasvæðið Norðurland vestra. Verkefnið lýtur að áfram­ haldandi stuðningi við smáfram­ leiðendur á starfssvæði samtak­ anna og er unnið í nánu sam­ starfi við Farskóla Norðurlands vestra. Meðal þátta verkefnisins eru stuðningur við ýmiss konar nám- skeiðahald fyrir smáframleiðendur, sölubíl smáframleiðenda og vef- verslun Vörusmiðjunnar. Einnig fellur undir verkefnið kynnisferð til Eldrimmer í Svíþjóð en það svæði er framarlega hvað full- og heimavinnslu varðar. Þetta er í þriðja skiptið sem áhersluverkefni hafa verið skilgreind sérstaklega til að styðja við smá- framleiðendur á starfssvæði SSNV. Slík verkefni hafa skýra skírskotun í sóknaráætlun landshlutans þar sem áhersla er lögð á fullvinnslu, sölu beint frá býli, virðisaukningu heima í héraði og stuðning við smáfram- leiðendur. Býður upp á vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur Vörusmiðja BioPol er vottað vinnslu rými fyrir smáframleiðendur sem staðsett er á Skaga strönd. Þar hafa framleiðendur matvæla aðgang að aðstöðu til þróunar, nýsköpunar og framleiðslu á náttúrulegum mat- og heilsuvörum. Allur aðbúnaður í Vörusmiðjunni uppfyllir kröfur um öryggi framleiðenda og heil- næmi framleiðsluvörunnar og er þar aðgengi að tækjum og tólum til framleiðslunnar auk stuðnings við þróun, markaðssetningu og sölu. Á heimasíðu Vörusmiðjunnar er vefverslun þar sem framleiðslu- vörur smáframleiðendanna eru til sölu. Einnig heldur Vörusmiðjan úti sölubíl smáframleiðenda sem fer um Norðurland vestra í reglu- bundnum ferðum samkvæmt leiða- kerfi sem auðveldar íbúum að nálg- ast vörur framleiddar í héraði. /MÞÞ Vörusmiðjan heldur úti sölubíl smáframleiðenda sem fer um Norðurland vestra í reglubundnum ferðum samkvæmt leiðakerfi sem auðveldar íbúum að nálgast vörur framleiddar í héraði. Kosið um sameiningu í Austur- Húnavatnssýslu 5. júní Sveitarstjórnir Húnavatns­ hrepps og Skagabyggðar hafa sam þykkt tillögu sameiningar­ nefndar Austur­Húnavatnssýslu um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sam­ einingarviðræður. Einnig var samþykkt að hvert sveitarfélag skipi tvo fulltrúa og tvo til vara í samstarfsnefnd. Um er að ræða öll sveitarfélög- in í Austur-Húnavatnssýslu, þ.e. Húnavatnshreppur, Blönduós- bær, Skagabyggð og Sveitar- félagið Skagaströnd. Kosið verð- ur 5. júní á kjörstað. 1. desember 2020 voru íbúar sveitarfélaganna 1893. /MHH Kosið um sameiningu á Suðurlandi í haust Sveitarstjórnir Skaft ár­ hrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rang árþings ytra og Ása hrepps hafa sam­ þykkt að kosið verði um sameiningu sveitarfélag­ anna samhliða alþingis­ kosn ing unum í haust, eða laugardaginn 25. september. Samþykki íbúar til- löguna verður til langstærsta sveitar- félag Íslands og þar af leiðandi stærsta skipulagsumdæmi landsins. Innan marka sveitarfélagsins yrði stór hluti hálendisins, Vatnajökulsþjóðgarður, merkar náttúruminjar og margir af helstu ferðamannastöðum landsins. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um fimm þúsund og fjögur hundruð. /MHH Minni sveitarfélög vilja alls ekki lögþvingaða sameiningu Það varð ljóst á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfé­ laga þann 18. desember á síðasta ári að ekki ríkir sú samstaða sem áður var haldið fram um lög­ festingu íbúalágmarks sveitar­ félaga. Síðan þá hefur hópur minni sveitarfélaga unnið að mótun tillögu sem gæti komið í stað íbúalágmarks í því skyni að styrkja og efla sveitarfélög, ekki síst með sameiningum. Jafnframt að horfa til leiða sem sveitarfélög gætu sameinast um á vettvangi sambandsins, þannig að það megi betur gegna sínu hlut- verki, sem sameiginlegur málsvari sveitarfélaga. „Við höfum sent okkar tillögu til umhverfis- og samgöngunefnd- ar Alþingis, en frumvarp um íbúa- lágmark er nú í umsagnarferli. Tillagan er framlag hópsins til að ná fram sátt um hið mikilvæga mál sem er efling sveitarfélaga, íbúum landsins til heilla. Tillagan hefur verið nokkurn tíma að mótast og tekið góðum breytingum, m.a. eftir fund starfshóps minni sveitarfé- laga með stjórn sambandsins á dögunum. Tillagan í endanlegri mynd verður nú jafnframt kynnt stjórninni, sem og öllum sveit- arstjórnum. Er það von okkar að hún hljóti góðan stuðning og hægt verði að ljúka þessu máli í góðri sátt Alþingis og sveitarfé- lagastigsins,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps sem á sæti í hópnum. Aðrir sem eiga þar sæti eru Jón Páll Hreinsson, sveitarstjóri í Bolungarvík, Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, Linda Björk Pálsdóttir, sveit- arstjóri í Hvalfjarðarsveit og Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Að tillögunni standa um 20 sveitarfélög. /MHH Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, á sæti í starfshópi minni sveitarfélaga, sem vilja ekki sjá lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga því ákvörðun eigi að vera í höndum íbúa. Mynd / MHH Undirbúningur fyrir sýninguna „Íslenskur landbúnaður 2021“ sem haldin verður í Laugar­ dalshöll dagana 8.–10. október stendur nú sem hæst. Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar sýningar­ haldara hafa þegar fjölmörg fyr­ irtæki pantað bása og stefnir í sannkallaða stórsýningu í haust. Síðasta sýning var haldin 2018 og sló hún öll aðsóknarmet í Höllinni. „Ég er handviss um að sýn- ingin mun vekja mikla athygli og gagnast landbúnaðinum í heild. Landbúnaður spannar allt landið og er afar mikilvægur í samfélaginu. Sjálfur held ég að greinin muni eflast í framtíðinni því að ungt fólk sækir í fjölbreytnina. Íslenskur landbúnaður er síður en svo einhæfur og getur byggt á sínu góða orðspori sem felst í hreinum og hollum framleiðsluvör- um. Þá ber að hafa í huga að milli- stéttin vex víða með ógnarhraða og þannig opnast stöðugt nýir markaðir fyrir heilnæmar landbúnaðarvörur.“ Ólafur segir að gestir geti búist við fjölbreyttri sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynni sínar áherslur. „Það verður mikið af stórum og litlum tækjum, bæði á úti- og innisvæði. Þarna verða allir helstu vélasalar landsins og þjónustufyr- irtæki landbúnaðarins. Þá eru fyr- irtæki sem tengjast ferðaþjónustu og húsbyggingum ýmiss konar áberandi. Mikið af ýmsum rekstr- arvörum verða kynntar og ekki síst framleiðsla bænda. Matvæla- og afurðafyrirtæki kynna einnig sínar fjölbreyttu og gómsætu afurðir.“ Fyrirlestrar um landbúnað Í hliðarsal í Laugardalshöllinni verða haldnir fyrirlestrar um allt milli himins og jarðar tengt land- búnaði, bæði fyrir lærða og leikna. Á síðustu sýningu voru afar áhuga- verðir fyrirlestrar og vafalítið hefur bæst í hugmynda bankann, segir Ólafur og minnir á að dagskráin verði birt á bbl.is þegar hún liggur endanlega fyrir. Félagsmönnum í Bænda- samtök unum er öllum boðið á sýninguna og þar að auki fá fyrir- tækin sem taka þátt fjölda boðs- miða til þess að koma til sinna viðskiptavina. „Við finnum mikinn áhuga hjá almenningi á sýningunni sem er til marks um áhuga á íslenskum land- búnaði í dag. Framtíðin í þessum geira er sannarlega björt.“ Nánari upplýsingar veita Ólafur M. Jóhannesson framkvæmdastjóri sýningarinnar olafur@ritsyn.is 698 8150 og Inga markaðsstjóri inga@ ritform.is 898 8022. ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2021: Stórsýning í undirbúningi í Laugardalshöllinni í október „Það er engin spurning að land- búnaðarsýningin mun lyfta íslensk- um landbúnaði. Fyrri sýning sló öll aðsóknarmet,“ segir Ólafur M. Jó- hannesson sýningarhaldari.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.